Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 6
6
N ORÐURLJ ÓSIÐ
heitbundinn, var góður maður, nytsamur maður og þægilegur í við-
móti. En vinátta, jafnvel aðdáun, nægði ekki til hjónabands, svo að
með tregðu rauf hún trúlofunina til að bíða mestu blessunar Guðs
og fullrar ástar. Meðan hún lagði stund á sérnám á eftir, bað henn-
ar maður. Hann var gáfaður, aðlaðandi og allra bezti maður. Beztu
meydómsárin voru óðum að líða hjá og hjónabandsaldurinn venju-
legi. Samt var hún ekki fús til að giftast til þess að eignast heimili
og öryggi, giftast manni, sem hún elskaði aðeins að nokkru. Eftir
bæn beið hún enn. Hún lauk sérnámi og kenndi í þrjú ár. Þá mætti
hún þeim manni, sem Guð hafði ætlað henni. Hjarta hennar var
fullkomlega ánægt með hann. Ást þeirra þroskaðist dásamlega.
Hvort um sig hafði fundið maka drauma sinna og ástina, sem vænzt
hafði verið svo lengi. Nú er hún kona helgaðs þjóns Drottins, dá-
samlega hamingjusöm og fullviss um, að þetta var vilji Guðs. Það
borgaði sig að bíða eftir ástinni í fyllingu hennar.
3. Bíðið, unz þið þekkið hvort annað.
Stutt trúlofun er hættuleg. Ungt fólk ætti ekki að trúlofast fyrr en
það hefir þekkzt mánuðum eða allra helzt árum saman. Þá ætti það
heldur ekki að giftast fyrri en eftir marga mánuði, svo að hjóna-
efnin geti kynnzt enn betur, dæmt um skapgerð hvors annars betur
en áður og séð, hvort trúlofun þeirra samsvari tilgangi Guðs með
líf þeirra.
Ást við fyrstu sýn? Stundum kemur hún fyrir, en sjaldan . .. Ást
við fyrstu sýn skyldi ætíð reynd með meiri kynningu.
Skyndigifting er ávallt hættuleg. Sá maður, mundi talinn he:msk-
ur, sem leggði út í læknisnám, með ævilangt læknisstarf fyrir aug-
um, með eins lítilli umhugsun og sumt fólk, sem anar í hjóna-
band . . . Stúlka, sem vinnur heit að vera nunna alla ævi, án þess að
íhuga það, mundi vera flón. Þessu er eins farið með ungt fólk, sem
rýkur í hjónaband án þess að gefa sér tíma til að kynnast vel, án
þess að kanna, hvort ást þess er djúpstæð, rótfest í sannri aðdáun,
samþýðanlegu eðlisfari og skapgerð og líku hugarfari í staðinn fyr-
ir kynlöðun eina saman. Mjög stór hluti hjónabanda, sem stofnuð
voru í skyndi, enda með skilnaði og hjartakvöl... Skyndigifting er
slæm. Bíðið, þar til þið þekkið hvort annað betur!