Norðurljósið - 01.01.1972, Page 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
4. Bíðið, unz siðferðileg og andleg vandamál eru leyst vel.
Mörg er sú konan, sem manni hefir gefizt til að „betra“ hann.
Með hjartakvöl hefir hún komizt að því, að „siðbótin“ hefði verið
auðveldari áður en gengið var í hjónabandið heldur en i því. Það
er heimska af versta tagi að giftast maka, sem hefir ólíkar siðferðis-
hugmyndir. Engri stúlku er óhætt að giftast drykkfelldum manni,
nema hann hafi í heilt ár að minnsta kosti ekki bragðað áfengi.
Stúlkur, framkvæmið þá siðbót, sem þið teljið æskilega, áður en þið
giftist! Sama ráðið gildir fyrir unga menn. Fullnægi stúlkan ekki
siðferðiskröfum þínum, þá er ekki líklegt, að hún geri það eftir, að
þið eruð komin í hjónabandið. Vandamál slík verður að útkljá fyr-
ir giftinguna.
Einhver ung stúlka getur sagt: „Ef ég bíð, unz öll vandamál eru
leyst, getur farið svo, að ég giftist aldrei.“ Það er satt. Frestun
hjónabands getur verið hið sama sem ekkert hjónaband. En fjölda
fólks mundi líða betur, hefði það aldrei gengið í hjónaband, af því
að slík hjartakvöl og óhamingja hefir orðið ávöxtur þess. En það
verður ávallt, þegar reglur fyrir hamingjusömu hjónabandi eru
troðnar undir fótum. Þess vegna ætti ungt fólk að bíða, unz vanda-
málin, sem hindrað geta hamingju, en valdið ógæfu, eru leyst að
fullu.
5. Bíð þú, unz heilsan leyfir hjónaband..
Ef annar aðilinn er eða verður berklaveikur og verður að fara í
berklahæli, ætti hann ekki að hugsa um hjónaband, nema heilsu sé
náð að fullu og öllu.
Venjulegt hjónaband, á guðræknum grundvelli reist, er fólgið í
því, að tveir aðilar heita hvor öðrum ævilangri tryggð og félags-
skap. Hvor um sig hefir skyldur gagnvart hinum. í venjulegum
kringumstæðum ætti sá maður ekki að ganga í hjónaband, sem ekki
getur unnið fyrir sér og sínum. Ég held, að í venjulegum kringum-
stæðum, ætti sú stúlka ekki að giftast, sem ekki getur alið börn,
staðið fyrir heimili og verið manni sínum huggun og blessun.
Stundum getur ættgeng geðveila valdið því, að fólk ætti ekki að
ganga í hjónaband. Enginn ætti að hugsa um hjónaband, hafi hann
eða hún ólæknaðan kynsjúkdóm. Eg held, að flogaveikt fólk ætti
ekki að giftast. Heldur ekki fólk, sem ekki getur fullnægt skyldum
hjónabandsins.