Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 8
N ORÐURLJ ÓSIÐ
BíðiS því með giftinguna, unz heilsan leyfir hamingjusamt og
eðlilegt hjónaband.
6. Bíðið eftir sæmilegum fjárhagshorfum.
Mörg eru þau hjúskaparfleyin, sem rekizt hafa á sker, þegar hjóna-
efnin giftu sig í snatri og fluttu svo til tengdaforeldra annars hvors
aðilans, af því að fé'.eysi hindraði stofnun eigin heimilis. Fljótfærni-
leg, illa undirbúin hjónabönd eru oftast ófarsæl. Ungu hjónin ættu
að hafa að minnsta kosti litla íbúð út af fyrir sig. í’ar getur eigin-
maðurinn ungi verið höfuð síns heimilis og brúðurin verið hjarta-
drottning eiginmannsins og húsfreyja með eigið eldunartæki og
pott!
Eg held, að venjulega sé það skynsamlegt, að unga fólkið ljúki
við nám í menntaskóla áður en það gengur í hjónaband. En um há-
skólanema er öðru máli að gegna. Þeir geta vel gengið í hjónaband,
og konan tekið þátt með þeim í erfiðleikum námsáranna.
Við konan mín vorum heitbundin síðustu þrjú árin mín í mennta-
skóla og eitt ár á eftir, þegar ég kenndi og greiddi upp skuldir mín-
ar frá námsárunum. Hún lauk þá líka háskólanámi á meðan. Við
gengum svo í hjónaband, fengum að láni 100 dollara og settumst í
guðfræðiskóla. Við vissum, hvar við stóðum. Við vissum, að við
elskuðumst og vorum fús til að færa fórnir saman. Við bjuggum við
fátækt, en mikla gleði og áttum í fáum virkilegum erfiðleikum. En
ég hafði unnið fyrir mér, meðan ég stundaði menntaskólanám. Hún
treysti mér og vildi taka þátt með mér í erfiðleikunum fremur en
híða þess tíma, að ég gæti veitt henni meiri þægindi. Mér finnst allt-
af, að ákvörðun okkar hafi verið mjög dkynsamleg og afleiðingarnar
mjög ríkar af hamingju.
Foreldrar ungrar stúlku ættu ekki að vænta þess, að hrúðguminn
geti þegar í stað veitt dóttur þeirra allt, sem J)au geta veitt henni.
Sú stúlka er ekki hæf til að vera eiginkona, sem ekki getur fúslega
byrjað búskap i fátæklegu heimili, þar sem þarf að spara og sýna
gætni í innkaupum. Heiðarlegrar fátæktar, sparsemi og einhverra
fórna má vænta hjá ungu fólki. Stundum getur konan þurft að vinna
utan heimilis um tíma og hæta sínu kaupi við kaup eiginmannsins.
En hafa verður þó hugfast, að eiginmaðurinn þurfi að taka á sig
alla áhyrgð á heimilinu. í eðlilegum kringumstæðum mun Guð