Norðurljósið - 01.01.1972, Side 9
NORÐURLJÓSIÐ
9
senda lítil börn til að blessa heimilið. Verður þá umsjá heimilisins
atvinna móðurinnar.
Ungt fólk ætti að vita, hverra tekna það má vænta, þegar það
byrjar búskap. Ungt, ástfangið fólk ætti að gá vandlega að fjár-
hagshorfunum og sjá, að þær séu þannig, að hjónabandið geti orðið
hamingjusamt þeirra vegna.
7. Bíða skal samþykkis foreldra stúlkunnar.
Venjulegast ætti ungt fólk, sem ætlar að gifta sig, að hafa fengið
samþykki foreldra brúðgumans. Nærri því án undantekningar ættu
þau að hafa samþykki foreldra stúlkunnar.
Meðal heiðarlegs hugsjónafólks hefir alltaf verið litið svo á, að
sérhver maður sé í mikilli skuld við foreldra stúlkunnar, sem hann
gengur að eiga. Móðir hennar ól hana með þjáningum. Faðirinn
hefir kostað uppeldi hennar í mörg ár. Sá maður er sannarlega van-
þakklátur, sem tekur dóttur frá föður hennar og móður án þess að
skeyta vitund um það, hvort þeim líkar það vel eða illa.
Ganga skal inn á það, að foreldrar geta ekki valið eiginmann
handa dóttur sinni. En í flestum tilfellum ættu þau að vera giftingu
hennar samþykk, einkum sé hún ung og óreynd. Sé ekki hægt að
samþykkja manninn sem tilvonandi eiginmann stúlkunnar, þarf að
láta það í ljós um leið og hann fer að draga sig eftir henni. Foreldr-
ar ættu því að sjá til þess, að hörn þeirra séu í félagsskap fólks, sem
er nógu gott til að þau giftist því, ef ástin kæmi til sögunnar. Auð-
vitað er léttara að gæta dóttur en sonar.
Ég veit, að ég finn til þyngstu ábyrgðar gagnvart dætrum mínum
sex. Óhugsandi finnst mér, að foreldrar leyfi vináttu dóttur við ung-
an mann að þróast í ást, án þess að þau kynni sér vandlega eðlisfar
hans og hæfni. Hjónabönd, sem stofnuð eru með skyndingu, án sam-
þykkis foreldra hrúðarinnar, eru oft mjög ófarsæl og enda tíðum
ógæfusamlega.
Foreldrar geta aldrei sagt fyrir, hver verði ungi maðurinn, sem
ástareldinn kveikir í brjósti dóttur þeirra. En þau geta miklu betur
sagt um það en hún, hvort hann sé maður, sem geti vel séð fyrir
heimili, haldið hjónabandsheit sín, og hvort hann sé sá maður, sem
dóttir þeirra verði hreykin af, þegar hún hefir búið saman við hann
í tíu ár! Það er ekki skynsamlegt að gera ekkert með vizku föður og