Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 14
14
NORÐURLJÓSIÐ
Sérhver karlmaður ætti að gera sér ljóst, að Guð hef!r lagt á hann
skyldur og ábyrgð, sem ekki var ætlazt til, að hvíldu á konum. Adam
var skapaður fyrst. Honum var gefið boðorðið: að eta ekki af ávexti
skilningstrésins. Er óhlýðnin kom til sögunnar, talaði Guð fyrst við
Adam og kvað upp dóm sinn. Konan var líka sek, en greinilega er
maðurinn talinn bera ábyrgð á konu sinni, og að vinna fyrir henni.
„í sveita þíns andlits skalt þú neyta brauðs þíns.“
f málefnum heimilisins er karlmaðurinn ímynd Guðs.
Guð ætlaðist til þess, að í heimilinu sé maðurinn æðsti prestur
þess, fulltrúi Guðs þar, sem stjórni heimilinu í Guðs stað.
Þegar Jesúskenndi lærisveinum sínum að biðja, sagði hann: „Þér
skuluð því biðja þannig: „Faðir vor, þú sem ert á himnum.“ Kristið
fólk á alltaf að hugsa um Guð sem föður sinn. Bezta líkingarmyndin,
sem Jesús gat gefið af því, hvað Guð á að vera kristnu fólki, var af-
staða föður til barnsins síns! Guð er alvitur, almáttugur og algóður.
Sérhvert barn á að líta á föður sinn sem vitrasta, hezta og sterkasta
manninn, sem það þekkir. Við væntum frá Guði fæðu, verndar og
fullnægju langana hjartans, þannig eiga börn he:milisins að vænta
frá föður sínum forsjár, verndar, leiðbeininga og gleði! Hve mikil
er ábyrgð mannlegs föður, sem á að vera börnum sínum ímynd
Guðs!
Ég minnist með gleði lotningar þeirrar, sem ég har fyrir föður
mínum og ótakmarkaða traustsins, sem ég har til hans. Mér fannst
hann væri einhver hugrakkasti maður, sem uppi hefði verið. Ég
spurði hann alveg óvenj ulegustu spurninga, og án minnsta efa tók
ég svör hans sem algeran sannleika. Ef faðir minn sagði, að eitthvað
væri rétt, þá fann ég, að það var rétt; ef hann sagði, að það væri
rangt, þá var það mér áreiðanlega rangt. Með ástúð sinni og um-
hyggju, hirtingu fyrir syndir okkar, með góðleik sínum og ráðlegg-
ingum var faðir minn sínum átta börnum hin bezta, jarðneska mynd
af Guði, sem við sáum nokkru sinni.
Ritningin segir einnig, að eiginmaður er líkur Kristi. Faðir er
börnum sínum ímynd Guðs, föðurins, í breytni hans gagnvart kristn-
um mönnum. Eiginmaður á heimili sínu á að koma fram gagnvart
konu sinni eins og Kristur gagnvart söfnuðinum. í Efesusbréfinu 5.
21., 22., 23. er þessi fagra táknmynd sett fram:
„Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eigin-