Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
m'önnum sínum eins og það vceri Drottinn. Því að maðurinn er höf-
uð konunnar, að sínu leyti eins og Kristur er höfuð safnaðarins.
hann sem er frelsari líkama síns.“
Sérhver kona ó að vera eiginmanni sínum undirgefin eins og hann
væri Drottinn Jesús. Kristur er höfuð safnaðar síns, er ritningin
kallar líkama hans, og hann er höfuð þess líkama. Þannig er eigin-
maðurinn höfuð konunnar, segir ritningin. Eiginmaður og eigin-
kona eru í augum Guðs „eitt hold“. (Matt. 19. 5.) Eiginmaðurinn á
að annast, vernda og frelsa líkama konu sinnar. Sérhver maður, sem
kvongast, tekur við konu sinni sem heilagri gjöf (Sbr. Orðskv. 18.
22.: náðargjöf frá Drottni. Þýð.). Líkami hennar heyrir honum til,
og hann er frelsari, verndari líkama hennar.
Ó, hve góður maður ætti ég að vera, ef ég á að verða faðir lítilla
barna og vera þe’’m ímynd Guðs! Hve göfugur, hve réttlátur, hve
siðferðislega hreinn og andlega vitur ætti hver faðir að vera. Hve
alvöruþrungnum augum ætti hver eiginmaður að h'ta á hjónaband-
ið, fyrst hann á að vera gagnvart konu sinni mynd af Kr:sti. Hún á
að vera honum undirgefin, eins og „það væri Drottinn“.
Eiginmaðurinn á að stjórna hcimilinu.
Þetta merk’r ekki, að konan sé í þrældómi. Yfirráð, stjórn, vald
er frá Guði. Þar ríkir stjórnleysi, sem engin stjórn er. Það er ekki
nema lög, regla og stjórn, að eiginmaður sé höfuð heimilisins, höfuð
konunnar, ráði yfir henni. Það er valdboð Guðs, sem gerir mann-
inn að herra konunnar og föðurinn herra barnanna. R’tningin kenn-
ir auðvitað greinilega, að hörnin eiga að ldýða móður s:nni jafnt
og föðurnum.
Hvaða maður, sem gengur í hjónaband, á að vera tilbúinn að taka
sér á herðar hedaga áhyrgð, erfiði, skyldur gagnvart líkamlegri,
s:ðferðislegri og andlegri velferð heimilis síns.
Það er ein minna indælustu hernskuminninga, að fjölskyldan öll
fór saman í sunnudagaskólann, allir sóttu morgunguðsþjónustu og
kvöldguðsþjónustu. Allir sóttu hænasamkomurnar, og allir sóttu
vakningarsamkomurnar. Pabbi sá um þetta, og það var vitað mál,
að allir ættu að vera komnir nógu snemma í sunnudagaskólann, hafa
námskaflann tilbúinn, gjöfina á reiðum höndum, skóna fágaða, hár-
ið greitt og vera í „sunnudagafötunum“. Eng’nn varð eftir heima
til að elda matinn, hvort sem gestir voru eða ekki. Eng’nn var heima