Norðurljósið - 01.01.1972, Page 17
N ORÐURLJ ÓSIÐ
17
þau, að þau vilji þjóna Drottni. „A1 þú sveininn upp á þeim vegi,
sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af hon-
um víkja.“ (Orðskv. 22. 6., ensk þýð.) Drottinn sagði ekki, að harn,
réttilega alið upp, mundi koma aftur á veg föður síns og réttláts líf-
ernis. Drottinn segir greinilega, að barnið muni aldrei yfirgefa
hann, jafnvel ekki á gamals aldri, eða orðinn fullorðinn og kominn
úr umsjá föður síns! Feður hera áhyrgð á börnum sínum, jafnvel á
eilífri velferð sálna þeirra.
Börnin eiga að hlýða og heiðra hæði föður og móður. En vissu-
lega leggur Guð ábyrgðina fyrst á föðurinn. Við lesum í 5. Mós. 6.
6.-9.: „Þessi orð, sem ég legg fyrir þig í dag, skulu vera þér hug-
föst; og þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau,
þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til
hvíldar og þegar þú fer á fætur. Þú skalt binda þau til merkis á hönd
þér og hafa þau sem minningarbönd á milli augna þinna; og þú skalt
skrifa þau á dyrastafi búss þíns og á borgarhlið þín.“
Svipaður kafli er lfka í sömu bók 11. 18.—21.
Guð vill þrekmenn, ekki liðleskjur, sem höfuð fjölskyldu.
Guð ætlast til mikils af þeim manni, sem er höfuð fj ölskyldunnar.
Hann á að vera Guði líkur á heimili sínu, sannur æðsti prestur og
spámaður Guðs. (Fyrirbænamaður og kenna Guðs orð. Þýð.),
Hverjum er að kenna, að heimilin sundrast, að börnin eru illa upp-
alin og agalaus? Hver ber sökina, að giftar konur eru ósiðlega
klæddar og elta tízkuna brjálað? Hvern á að ásaka vegna langrar
lestar alls hins illa, sem er bölvun bandarískrar menningar? Um
þetta verður að kenna úrkynjuðum, liðleskju-karlmönnum, letingj-
um, skrópurum, liðhlaupum, sem vilja ekki sýna manndóm og bera
þær byrðir, sem Guð leggur á karlmenn sem höfuð fjölskyldu sinn-
ar. Maður minn, sé heimili þitt í ólagi, ertu sjálfur í ólagi. Ef dóttir
þín verður ósiðleg kona og sonur þ!nn áfengisþjófur, þá er þetta þér
að kenna í augum Guðs. Ef fjölskylda þín eyðir meiru en efnin
leyfa, þjóni hún ekki Guði í einlægni og sannleika, þá ber þú ábyrgð-
ina. Hafi börn þín farið á mis við blessanir heimilis-guðrækni, bæn-
ar í heimilinu, þakkargerð við máltíðir og fornan, biblíulegan aga,
þá krefur Guð þig reikningsskapar fyrir þetta. Hafir þú ekki unnið
konuna þína og börnin, svo að þau þekki Drottin sem frelsara og
fylgi honum í daglegu líferni, þá hefir þú brugðizt skyldu þinni.