Norðurljósið - 01.01.1972, Page 18
18
NORÐURLJÓSIÐ
Það er mikill heiður að vera eiginmaður og faðir, en þung er
ábyrgðin, sem hvílir á þeim manni. Sérhver maður, sem ekki er fús
til að skipa þann sess, sem eiginmanni og föður er ætlaður, hann er
ekki hæfur til að kvænast góðri konu né að færa ósjálfbjarga börn
inn í heiminn. Lesi nokkur maður þetta, sem ekki er sannarlega end-
urfæddur og daglega dugmikill, sannkristinn maður, gerðu þá upp
mál þín við Guð vegna fjölskyldu þinnar og vegna Jesú. Gerðu það
í dag, svo að þú leiðir ekki fjölskyldu þína til tortímingar fjarri
Guði. Guð einn getur gert manninn að því, sem hann á að vera, til
þess að hann sé góður eiginmaður og faðir. Sértu í þeirri stöðu,
leitaðu þá hjálpar Guðs í dag og á hverjum degi.
„Þér menn, elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kristur elsk-
aði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann.
Guð gerir háar kröfur. í sömu ritningunni, sem hann býður eig-
inkonum að vera undirgefnar mönnum sínum í öllu, býður hann
eiginmönnum að elska konur sínar eins og Kristur elskaði söfnuð-
inn!
„Þér menn, elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kristur elsk
aði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann.“
„Svo skulu þá eiginmennirnir elska konur sinar — eins og sína
eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig.“
„ ... þá skuluð þér hver um sig elska eiginkonu sína eins og sjálf-
an sig, en konan skal óttast mann sinn.“ Efes. 5. 25., 28., 33.
Kólossubréfið 3. 19. segir hið sama, að eiginmenn eiga að elska
konur sínar og bætir við „og verðið ekki beiskir við þær. “ í 1. Pét.
3. 7. er áminning til eiginmanna. Gefið orðunum gaum:
„Sömuleiðis þér menn, búið með skynsemi saman við konur yðar
svo sem veikari ker og veitið þeim virðingu, ens og þœr og eru sam-
arfar yðar að náð lífsins, til þess að bænir yðar hindrist ekki.“
Eiginmaður, konan þín er hluti af sjálfum þér. Þú átt að elska
hana eins og þú elskar sjálfan líkama þinn. Þú átt að elska hana með
óeigingjarnri samhygð eins og Kristur elskar söfnuð sinn. Sá mæli-
kvarði rís svo hátt, að það ætti að gera hvern mann auðmjúkan, er
hann leitast við að vera góður eiginmaður. Sé maðurinn sterkari,
ætti hann að vera betri. Ef maðuvinn hefir meira vald, á hann að
bera meiri ábyrgð.