Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
Hví rofna hjónabönd?
Biblían geymir ákveðnar og nákvæmar leiðbeiningar um hjóna-
band og samband eiginmanns og eiginkonu. Guð skapaði manninn
og konuna síðan til að vera meðhjálp mannsins. Hann framkvæmdi
fyrstu hjónavígsluna. Þá setti bann manninn sem höfuð heimilis-
ins, og frá þeim tíma hefir ekkert heimili blessazt, sem brotið
hefir skýr fyrirmæli Guðs. Hjónabönd nútímans rofna, af því að
ekki er farið eftir skýrum fyrirmælum Guðs viðvíkjandi heimili.
Þegar eiginmaðurinn óhlýðnast skýrum boðum Guðs, að hann eigi
að vera höfuð heimilisins, og þegar eiginkonan neitar að hlýða
skýrum fyrirmælum Guðs: að vera manni sínum undirgefin, og
tekur sér vald, sem Guð hefir bannað henni, ríkir synd í því heimili,
og henni fylgir hjartakvöl ávallt og erfiðleikar.
Maðurinn á að vera höfuð konunnar.
Þegar Guð skapaði heiminn, setti hann Adam til að ráða yfir
honum áður en konan var sköpuð, ekki sem jafnrétthár félagi
heldur sem meðhjálp, aðstoð, undir stjórn Adams. í 1 Pét. 3. 7.
kallar heilagur Andi konuna „veikara ker“, þótt hún sé samerfingi
mannsins að „náð lífsins“. Það var Eva, sem var tæld af djöflinum,
er notfærði sér veikara eðli hennar. Fyrsta syndin, sem Guð ávítaði
Adam fyrir, 1 Mós. 3. 17., var: „Af því að þú hlýddir röddu konu
þinnar.“
Einmitt vegna þessa atviks var Páli blásið í brjóst að rita Tímóte-
usi á þessa leið: (1 Tím. 2. 11.—14.):
„Konari á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni; en ekki leyfi ég
konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að
vera kyrrlát, því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva; og
Adam lét ekki tœlast, en konan lét að fullu tœlast og gerðist brotleg.“
Ætlun Guðs er sú, að eiginmaðurinn sé höfuð konunnar, og hann
jafnvel líkir þessu við vald Krists yfir söfnuðinum. í Efes. 5. 23.
segir svo:
„Því að maðurinn er höfuð konunnar, að sínu leyti eins og
Kristur er höfuð safnaðarins, hann, sem er frelsari líkama síns.“
Ákveðnari og jákvæðari staðhæfing um þetta: að eiginmaðurinn
er höfuð eiginkonunnar, er ekki til. En Drottinn segir einnig, að
maðurinn er yfir konunni sinni eins og Kristur er yfir karlmannin-
um, og eins og Guð er höfuð Krists. 1 Kor. 11. 3. segir: