Norðurljósið - 01.01.1972, Page 22
22
NORÐURLJ ÓSIÐ
„En ég vil, að þér skuluð vita, að Kristur er höfuð sérhvers
manns, en maðurinn höfuð konunnar, en Guð höfuð Krists.“
Af þessari ástæðu, segir ritningin, á konan að bera sítt hár sem
höfuðblæju. Það táknar, að hún sé undirgefin manni sínum. 15.
greinin segir, að konu sé það sæmd að bera sítt hár. En karlmaður
á ekki að bera sítt hár, „því að hann er ímynd og vegsemd Guðs.
En konan er vegsemd mannsins.“
Konan er vegsemd mannsins. Hún var sköpuð vegna hans. Það
var ætlun Guðs, og hún var góð, góð fyrir hamingju og velferð
bæði karla og kvenna.
í sjálft eðli karla og kvenna hefir Guð skráð þá staðreynd,
að karlmennirnir skulu vera höfuð heimilisins, en konurnar ganga
þeim næst að valdi, en vera þeim undirgefnar. Guð útbjó karl-
manninn, líkama, hug og hjarta, til að hafa æðsta valdið og ábyrgð-
ina. Hann útbjó konuna „veikara kerið,” til að fylla stöðu með-
hjálpar. Breyting á þessari reglu brýtur náttúrulögmál jafnt sem
boð Guðs. Þess vegna eru nýtízkuheimilin venjulega ófarsæl og
njóta ekki hylli Guðs.
Konur skulu vera undirgefnar eiginmönnum sínum.
Ef konur vissu og létu sér ekki standa á sama um, hvað Guð ætl-
ast til, að sé afstaða þeirra til eiginmanna, mundu þær verða miklu
varfærnari í vali eiginmanns, og hjónabandið mundi endast lengur
og njóta meiri hamingju. Orð Guðs notar sterkari orð um þetta
efni en menn mundu þora að nota. Orð Guðs eru svo sterk, að flestir
predikarar kjósa vegna kjarklausrar undirgefni við tilhneigingar
nútímans að ganga fram hjá þeim, predika þau ekki eða skýra þau
þannig, að þau eigi við aðra tíma en okkar eða þegar allt er í lagi.
Predikarar verða að gera Guði reikningsskil fyrir það, hvernig
þeir predika orð hans. Ég segi yður greinilega, hvað Guð segir um
skyldur konunnar gagnvart manni sínum. Ég þori ekki að gera
annað.
Konur séu undirgefnar „eins og það væri Drottinn.“
íhugið ritningargreinarnar vel og munið, að orðin eru Guðs, ekki
mín eða nokkurs manns.
Kaflinn Efes. 5. 22.—25., 28., 33. ræðir einna greinilegast um
skyldur konunnar.