Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 24
24
N ORÐURLJ ÓSIÐ
lagsskap viö annaö fólk — í öllu á konan aö vera manni sínum
undirgefin.
Konan á að „virða mann sinn.“
Þannig segir í Efesusbréfi 5. 33. Ekki segir biblían, að mennirnir
eigi virðingu skilið eða séu hennar verðir. En Drottinn kennir, að
konur skulu veita virðingu:
„Þannig skreyttu sig einnig forðum hinar helgu konur, er settu
von sína til Guðs; þœr voru eiginmönnum sínum undirgefnar, eins
og Sara hlýddi Abraham og kallaði hann herra, og börn hennar eruð
þér orðnar, er þér hegðið yður vel og óttizt enga skelfingu.“
Undirgefni eiginkonu við mann sinn er ekki þrælsótti né fýluleg
hlýðni við það, sem ekki verður umflúið. Sara elskaði Abraham svo,
dáðist svo mikið að honum, slík drottning sem hún var, að henni
þótti engin skömm að því að kalla hann „herra“. Hún var honum
undirgefin með þeirri viröingu, sem Guð býður kristnum konum að
sýna. Söru er brugðið upp sem mikilli fyrirmynd kvenna, sem þókn-
ast vilja Drottni og eiga heimili rík að hamingju. Sé ritningin rann-
sökuð, kemur í ljós, að samfélag Abrahams og Söru er hér um bil
hið fullkomnasta og hamingj uríkasta í allri biblíunni. Aldrei komst
nokkur kona upp á milli þeirra. Aldrei deildu þau út af ísak, syni
sínum. Elskhugar voru þau til æviloka. Sæl er sú kona, sem elskar
manninn sinn eins og Sara sinn mann, hlýðir honum með ham-
ingjusamri virðingu eins og hún. Ef þú, frú Nútímakona, ert sneydd
slikum tilfinningum gagnvart manni þínum, láttu þig ekki undra
það, ef þú nýtur aldrei þeirrar ástar og samfélags, er Sara naut með
Abraham. Eða þeirrar virðingar og lotningar, er Sara hlaut frá ísak.
Guð býður eiginmönnum að „drottna“, eiginkonum að „vera
undirgefnar.“
„Þér konur, verið undirgefnar mönnum yðar, eins og sómir þeim,
er Drottni heyra til.“ (Kól. 3. 18.)
„Til þess að þœr laði hinar ungu til að elska menn sína, elska
börn sín, vera hóglátar, skírlífar, heimilisrœknar, góðlátar, eigin-
mönnum sínum undirgefnar, til þess að orði Guðs verði ekki lasl-
mœlt“ (Tít. 2. 5., 6.)
„En við konuna sagði hann: ,Mikla mun ég gera þjáningu þína,
er þú verður barnshafandi; með þraut skalt þú börn fœða, og þó