Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 26
26
NORÐURLJÓSIO
að góðar konur skipa sinn rétta sess. Sért þú betur kristin en mað-
urinn þinn, þá er bezta leiðin til að sanna það sú, að þú hlýðir skýr-
um boðum Guðs viðvíkjandi manni þínum og heimili.
Trúaðar konur eiga að hlýða ófrelsuðum eiginmanni.
Oft er að því spurt, hver eigi að vera afstaða trúaðrar konu til
ófrelsaðs eiginmanns. Drottinn svarar spurningunni greinilega í
I. Pét. 3. 1., 2.:
„Sömuleiðis skuluð þér, konur, vera undlrgefnar eiginmönnum
yðar, til þess að jafnvel þeir, sem ef til vill ekki vilja hlýða orðinu,
gœtu unnizt orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar
skírlífu hegðun í ótta.“
Hér ræðir um eiginmann, sem ekki vill hlýða orðinu, er ófrelsað-
ur. Drottinn segir konunni að vera slíkum manni undirgefin. Það sé
leiðin til að vinna hann fyrir Krist. Þau trúarbrögð, sem gera kon-
una skírlífa, óeigingjama, elskulega og hlýðna hafa meira að segja
á heimilinu, glötuðum syndara til hjálpræðis, en öll opinber pre-
dikun fagnaðarerindisins.
Fólk spyr stundum heimskulegra getgátu-spurninga: „Hvað um
það, ef maðurinn skipar konunni að drekka sig fulla?“ Drottinn
hefir dkki gert ráð fyrir því hér. Við megum vera viss um, að ástæð-
an er sú, að þetta hendi ekki sannkristna konu, sem elskar manninn
sinn og hlýðir honum. Eiginmenn virða slíkar konur og virða trú
þeirra! Þess vegna er það, sem Guð segir, að þessi aðferð eigi að
vinna manninn, þegar predikun orðsins bregzt. Konur eiga að vera
eiginmönnum sínum undirgefnar, jafnvel ófrelsuðum eiginmönnum.
1. Ógæfa, sem fylgir röngu heimilislífi.
Sé heimilislífið ekki rétt, „muuð þér fá að kenna á synd yðar.“
„Það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ Ógæfa, erfið-
leikar, hjartakvöl og hrun henda það heimili, þar sem konan er
full uppreisnar og eiginmaðurinn letingi og skýtur sér undan ábyrgð
sinni. Slíkt heimili getur ekki orðið hamingjusamt. Það þarf eitt-
hvað meira en kynlöðun um stundarsakir til að skapa hamingju-
samt heimili. Um raunverulegan frið og hamingju getur ekki verið
að ræða fyrr en málið um valdið og ábyrgðina hefir verið leyst og
það á réttan hátt.
Þótt konan fái að ráða, gerir það hana ekki hamingj usama, ekki