Norðurljósið - 01.01.1972, Side 31
NORÐURLJÓSIÐ
31
,Þegar það var myrkt‘ hafði geysileg áhrif á hugsun mína. Ég
fann, að ég gat sagt heiðarlega: „Ég trúi á Guð Föðurinn, og á
Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn. Hann reis á þriðja degi
aftur upp frá dauðum. Hann steig upp til himins.“
Ég hætti að vera óvissutrúarmaður og fór aftur að vera til altaris,
föður mínum til mikils léttis. Og nú skammast ég mín ekki hið
minnsta fyrir að segja það, að á hverju kvöldi fell ég á kné og bið
til Föður okkar á himnum um hjálp á þeim dögum, sem framundan
eru. Það hefir verið skráð: „Ef Kristur er ekki upprisinn, er trú
yðar fánýt,“ og þessu trúi ég alveg fastlega.
Mikilvægustu staðreyndir kristinnar trúar virðast mér vera hold-
tekjan og upprisan (Krists). Ég hefi aldrei áður sagt frá þessari
sögu, er ég varð óvissutrúarmaður um skeið, nema konu minni. Hún
varð að vita hana, því að við létum hvort annað vita, hvað við hugs-
uðum, og við krupum alltaf niður og höfðum yfir hænir okkar.“
Biskup Lundúna sagði um bókina „Þegar það var myrkt“, er hann
predikaði í Westminster Abbey: „Hún málar með dásamlegum lit-
um það, sem mér virðist, að heimurinn mundi verða, ef í sex mán-
uði, eins og í sögunni er gert ráð fyrir, vegna risavaxinna blekkinga
að unnt væri að halda, að upprisan hefði aldrei átt sér stað; og þeg-
ar þið sjáið myrkrið skríða yfir heiminn, sjáið þið glæpi og ofbeldis-
verk aukast úti um allan heiminn. Loks sjáið þið, hvernig myrkrið
leggst yfir mannsandann, og frásaga kristninnar er talin vera ævin-
týri; þakkið þá Guði, að það er bjart nú á dögum, vegna þess að
myrkrið var hræðilegt, þegar það var myrkt.“
(Þýtt úr „The Flame“, Englandi, sept.—okl. 1971.)
Saga þessa merka manns sýnir skýrt, hve mikilvæg upprisan, trú-
in á staðreynd hennar, er fyrir trúarlíf kristins manns. Það var
óhrekjandi staðreynd upprisu Krists, sem bjargaði mér á unglings-
árum frá því að villast út í algert myrkur vantrúar. Fleiri en fimm
hundruð og fjórtán karlmenn sáu Krist upprisinn, segir Páll postuli
í 1. Kor. 12. 4.—7. Suma þeirra nafngreinir hann eða skilgreinir,
hverjir þeir voru. Samtíðarmenn Páls, er lásu bréf hans, gátu leitað
upp einhverja af þessum mönnum og gengið úr skugga um áreiðan-
leik hinnar undursamlegu frásögu: Kristur er upprisinn. Nútíma-
maðurinn getur leitað á fund hins upprisna Krists og lært af eigin
raun, hvað Kristur gerir fyrir þann, sem leitar hans. S. G. J.