Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
„Ó, silfurskæra tár“
Útvarpserindi eftir ritstjórann.
Heilir, góðir hlýðendur!
Þið vitið sjálfsagt allir, hvaðan orðin eru tekin, sem mynda nafn
þessa erindis? „Tárið“, ljóðið hans Kristjáns Jónssonar Fjalla-
skálds, er perla, sem lengi geymist á íslenzkri tungu.
Tárin eru fyrsta reynsla flestra, líklegast allra manna. „Er fædd-
ist þú, þér féllu einum tár, því feginsbros þá lék um hvers manns
brár, en lifðu svo, mitt barn — við banastig þú brosir hlýtt, en allir
harmi þig.“ Svo kvað Steingrímur Arason, en hann kenndi við
Kennaraskólann, er ég var þar að námi fyrir fimmtíu árum.
Tárin er ættarfylgja mannkynsins. Skáldin tala um harma tár og
blóðug tár, gleðitár og fagnaðartár. Bihlían, þessi spegill manneðlis
og mannlífs, sýnir þau oft eða getur þeirra í frásögnum sínum. Þær
myndir eða frásagnir er lærdómsríkt að kynna sér. Ég veit, að
„hinn hyggni hlýðir á og eyfkur lærdóm sinn,“ eins og Salómó kóng-
ur komst að orði. Það verður getið fleiri tára en sorgartára.
Eru hljóðin, sem við gefum frá okkur, geymd hjá staðnum, þar
sem þau heyrðust? Til eru menn, sem halda slíku fram. Gerzt hafa
dulræn atvik, sem bezt verða skýrð með þessu móti. Mun þá koma
sá tími, að vísindamenn finni upp tæki, sem náð geta slíkum hljóð-
um? Ef þeir gera það, ef þau verða einhvern tíma til, hver veit
nema einhver fari út í Negev auðnina við sunnanvert ísraelsland?
Einu sinni var þar einmana kona á ferð. Satt er það, sonur hennar
á unglingsárum var þarna með henni. Einmitt það jók á bölið, en
dró ekki úr því.
Hver var þessi kona? Hún hét Hagar. Hlutskipti hennar í lífinu
hafði orðið það, að vera ambátt Söru, eiginkonu Abrahams. Saraí
hét hún fyrst. Það merkir drottnunargjörn, eða eitthvað svipað. Er
hún sá, að hjónaband hennar og Abrahams mundi verða barnlaust,
mælti hún svo fyrir, að Hagar skyldi koma í hvílu Abrahams, verða
þunguð og ala son, sem hún gæti síðan tekið sér í sonarstað og talið
sitt afkvæmi.
Svo varð að vera, sem Saraí vildi. Hagar varð þunguð, hvort sem
hún hefir viljað það eða viljað það ekki. Henni fæddist sonur, sem
nefndur var fsmael, En aldrei varð hann erfingi Söru og Abrahams,