Norðurljósið - 01.01.1972, Side 39
NORÐURLJ ÓSIÐ
39
Þetta jaíngildir þvi, að hárið, sem skorið var af, hafi verið nærri
1400 grömm að þyngd.
Sú hugsun kom upp hjá Absalóm, að hann skyldi ná í ríkið af
föður sínum. Beitti hann mikilli kænsku og stal hjörtum Israels-
manna, segir ritningin. Smám saman magnaðist samsærið gegn
Davíð föður hans, er ráðinn skyldi af dögum. Því varð þó afstýrt,
en til orrustu dró milli manna þeirra feðga. Davíðs menn unnu sig-
ur. Hershöfðingi hans, Jóab, drap þá Absalóm, þótt konungur hefði
lagt fyrir hann, að fara vægilega með hann. Hraðboðar fóru og
fluttu tíðindin.
Þá varð konungi bilt; gekk hann upp í þaksalinn uppi yfir hlið-
inu og grét. Og er hann gekk, mælti hann svo: „Sonur minn, Absa-
lóm; sonur minn, sonur minn, Absalóm! Ó, að ég hefði dáið í þinn
stað, Absalóm, sonur minn, sonur minn!“
Ef við skiljum eitthvað þennan föðurkærleik Davíðs til uppreisn-
arseggsins, sonar hans, þá getum við séð hér í óljósri mynd föður-
kærleik Guðs til okkar mannanna, sem gert höfum uppreisn gegn
honum. Absalóm gat haft dálitla ástæðu til þess að gera uppreisn.
Við mennirnir höfum enga afsökun. Samt lesum við: „Svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft Iíf.“ Hvílíkur kærleikur!
Guð elskaði svo, að hann gaf. Hvað gaf hann? Einkason sinn, hinn
eina, sem hann átti. í hvaða tilgangi? Þeim, að sannfæra þig og mig
um það, að hann elskar okkur, og að hann vill ekki dauða syndugs
manns, heldur að hann snúi sér og lifi. Heyrið grátekka Davíðs!
Sjáið kærleika Guðs! Hvers krefst þessi kærleikur af þér og mér?
Að við elskum hann aftur á móti, treystum honum, gefum okkur
honum á vald, látum hann dvelja í hjörtum okkar og breyta okkur
smátt og smátt í mynd hans, sem dó fyrir okkur á Golgata.
Aldir liðu. Aftur hefir ísraelsþjóðin risið upp gegn konungi sín-
um. En það er ekki mannlegur konungur, heldur sjálfur Drottinn
hennar og Guð. Lögmáli hans og dýrkun hefir verið hafnað, en út-
lend skurðgoð dýrkuð, unz Drottinn tekur í taumana. Eftir styrjald-
ir innanlands og blóðug stríð við erlenda óvini, hungursneyð og
drepsóttir, er aðeins fámennur hópur eftir, hernuminn í öðru landi.
í útlegðinni leita sumir Drottins og taka að hlýða lögmáli hans.
Þegar leiðin opnast, fara þeir heim. En þeir eru í mikilli niðurlæg-
ingu, því að Jerúsalem er í rústum og hlið hennar í eldi brennd.