Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 40
40
NORÐURLJ ÓSIÐ
I mestu trúnaðarstöðu hjá Persakonungi í Babel er Júði nokkur,
Nehemía að nafni. Hann hafði ekki farið heim. En þegar hon-
um berast fregnir af ástandi þjóðar sinnar heima og borgarinnar
helgu, þá gekk það honum svo að hjarta, að hann grét og harmaði
dögum saman, unz konungur veitti athygli útliti hans og lét hann
segja sér hið sanna. Nehemía fékk þá leyfi konungs til að hverfa
heim og líta eftir hagsmunum Júða. Reyndist liann þjóð sinni stoð
og stytta, vakti hug fólksins til dugs og dáða, bætti hag snauðra
manna, en átaldi ríka menn fyrir okur þeirra og fékk þá til að láta
allar skuldakröfur falla niður.
Tárin hans Nehemía voru tár þjóðrækins ættjarðarvinar. Hann sá
hölið og gerði eitthvað til að bæta úr því. Vestræn kristni hefir átt
sinn Nehemía síðustu 30 árin eða þar um bil. Hann heitir Billy Gra-
liam. Sem ungum manni blöskraði honum siðspilling og trúleysi
sinnar samtíðar. Hann bjóst við, að dómur Guðs kæmi yfir þjóð
hans, ef ekkert yrði gjört. Hann hóf þá sínar herferðir. Aðrir þar
vestra hafa horft á bítlana, hippana og hvað þeir heita flokkar þess-
ara lífsleiðu ungmenna, sem flýja burt frá menningunni og nafn-
Ikristninni. En það hafa líka verið menn, sem hafa ákveðið að gera
allt, sem þeir með Guðs hjálp geta gert til að vinna þessi ungmenni
til fylgis við frelsarann eina, sem svar hefir við spurningum og þrám
mannshjartans. Þúsundir siikra unglinga hafa unnizt til fylgis við
Jesúm Krist og kenningar hans, fólk sem orðið hefir brennandi, log-
andi vottar Jesú, þegar það lærði að þekkja hann og elska hann.
Þetta gæti gerzt hér á íslandi, ef hér væru einhverjir, sem elskað
gætu afvegaleidda unglinga eins heitt og hann Nehemía elskaði borg
feðra sinna. Jesús Kristur er eina lausnin, sem varanlegt gildi hefir,
á vandamálum lífsins.
„Hver er að gráta?“ Þetta var oft óvænt spurning inni í ræðum,
sem predikarinn mikli, Georg Whitefield flutti. „Hver er að gráta?“
spurði hann og leiddi síðan áheyrendur inn í garðinn Getsemane.
Þar benti hann á mann, sem liggur fram á ásjónu sína. Maðurinn
hrópar, grætur með sárum kveinstöfum og táraföllum, og biður:
„Faðir, ef þessi bikar getur ekki farið framhjá, án þess að ég drekki
hann, þá verði þinn vilji.“ Slík var dauðans angist hans, að sveiti
hans varð sem blóðdropar, er féllu á jörðina, og engill kom frá
himni og styrkti hann, svo að hann gæti gengið píslargönguna
ströngu úr Getsemane til Golgata og dáið þar á krossinum vegna