Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 41
NORÐURLJÓSIÐ
41
synda vor mannanna. „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sín-
um upp á tréð, til þess að vér skyldum, dánir frá syndunum, lifa
réttlætinu.“ Þessi orð ritaði Pétur, postulinn hans, fræddur af Jesú
og fylltur síðar heilögum Anda og krafti. Páll postuli tók í sama
streng, er hann ritaði: „Eg lifi í trúnni á Guðs son, sem elskaði
mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“
„Af hverju þurfti Kristur að líða þetta?“ spyrja menn. Af því að
Guð er heilagur. „Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum,“ rit-
aði Jóhannes postuli. „Hvaða samfélag hefir ljós við myrkur?“ spyr
Páll Korintumenn. Ranglætið, syndin, saurgar manninn, gerir hann
óhreinan og sekan gagnvart Guði. Réttlætið krefst hegningar, en
Kristur tók hana á sig. Þess vegna er unnt fyrir Guð að fyrirgefa
syndir á réttlátan hátt. Maðurinn, sem festir trú sína og traust á
Jesúm, fær fyrirgefningu og gjöf nýs, andlegs lífs frá Guði. Hann er
skapaður, andlega talað, á ný og á nú hlutdeild í guðlegu eðli.
Biblían segir, að Guð muni þerra hvert tár af augum þeirra, sem
eru hans, þegar þeir koma í dýrð hans. Guð gefi, að það verði hlut-
skipti allra þeirra, sem erindi þessu hlýddu, að þeir fái tár sín þerr-
uð af hvörmum sér, bæði í þessu lífi og því, sem tekur við, er líkam-
inn deyr. En Drotlinn Jesús talaði líka um tár, sem ekki verða þerr-
uð, tár þeirra, sem hafa hafnað honum. Menn liera ábyrgð gerða
sinna. Það er skýlaus kenning hans. Enginn verður knúinn til að
elska hann eða aðra menn. Valið er frjálst. Þú, sem grætur, veldu
Jesúm. íhugaðu kærleika hans til þín, unz þú ferð að elska hann.
„Vér elskum,“ ritaði Jóhannes postuli, „af því að hann elskaði oss
að fyrra bragði.“ Sólin þerrar döggina og kærleikur Krists tárin.
Komdu til hans núna, þú, sem grætur. f Guðs friði.
N eptúnusarbikarinn
Síra Joseph Cook talaði um það í einum fyrirlestra sinna, hversu
erfitt er að trúa, að heimurinn hafi orðið til án leiðbeinandi huga
Guðs. Hann sagði frá þessu fagra dæmi þess:
„Orsmá kóraldýr í Indlandshafi búa til bikar, sem nefndur er
Neptúnus bikarinn. Stundum er hann sex fet á hæð (183 sm) og
þrjú fet á breidd. Hann er myndaður af óteljandi kóraldýrum. Þau
ráðfæra sig ekki hvert við annað. Hvert þeirra starfar í sérstöku