Norðurljósið - 01.01.1972, Page 42
42
NORÐURL JÓSIÐ
hólfi. Þau geta ekki fremur haft samhand sín á milli en fangar í
eins manns klefum. Þau hyggja stilk í rétta hæð, og síðan fara þau
að víkka hann. Allt fer fram samkvæmt áætlun. En hver samdi
þessa áætlun? Dýrin sjálf eða æðri máttur, sem starfar gegn um
þau? Eins og þessi einangruðu dýr, sem mynda Neptúnusar bik-
arinn, eru frymin, sem einangruð eru hvert frá öðru í öllum lifandi
vefjum, sem þau framleiða, hvort sem það verður rós eða fjóla
granatepli eða sedrustré, eikin eða pálminn, örninn og fuglarnir,
ljónið og öll dýrin, mannsheilinn eða mennirnir allir.
Neptúnusar bikarinn einn gerir oss orðlaus. En hvað eigum vér
að segja um allt það, sem frymin byggja? Neptúnusar bikarinn er
staðreynd. Augað og höndin eru líka Neptúnusar hikarar. Alheim-
urinn allur er það; og af slíkum bikurum drekk ég fyrir mitt leyti
gleðivín guðstrúarinnar! Þýtt.
„Hans er hafið, og hann hefur skapað það,
og hans hendur mynduðu þurrlendið.“
Sálm. 95.5.
Hún vildi vera Jean Harlow
Eftir dr. Bill Rice.
Frásagan dálítið stytt á köflum.
í eina skiptið, sem ég hefi verið pastor hjá söfnuði og ekki gert
neitt annað, var í Gainesville í Texas. Þótt ég væri svo fáfróður, að
ég vissi ekki, hvað bækurnar í biblíunni hétu (Veizt þú það, lesari
góður? Þýð.), þá hafði þessi litli söfnuður kallað mig til að þjóna
hjá sér. Þegar ég segi litli, á ég við, að hann var agnar-pínulítill. Ári
áður hafði hann verið fjölmennari, en það var deilt, rifizt og barizt
með hnefunum, svo að ekki voru eftir nema sjö. Hið eina, sem stórt
var hjá söfnuðinum, var skuldar-upphæðin!
Ég var pastor hjá þeim í nærri því þrjú ár. Það var einhver
ávaxtaríkasti, skemmtilegasti kafli ævi minnar. Eitt sinn gekk þó
maður inn kirkjugólfið með byssu í hendinni og hrópaði, að hann
ætlaði að skjóta mig til helvítis! Ég kvæntist prinsessunni (hann
nefnir konu sína varla öðru nafni, honum finnst svo mikið til um
hana, þýð.), og safnaðarfólki fjölgaði upp í nærri sjö hundruð.