Norðurljósið - 01.01.1972, Page 43
NORÐURLJ ÓSIÐ
43
Ein fjölskylda, sem frelsaðist og gekk í söfnuðinn, var Redds fólk-
ið. (Hét það að vísu ekki, en nálægt því.) Hjónin áttu fjögur börn,
einn son og þrjár dætur. Mið-dóttirin var Imogene, sextán ára og
fögur mjög, augun skær og blá, hárið hunangsgult. Fjölskyldan sótti
samkomur hjá mér í nokkrar vikur, en enginn úr henni tók á móti
Kristi. Þá var það dag einn, að frú Redd bauð prinsessunni og mér
til miðdegisverðar. Þágum við boðið með gleði.
Mánudag nokkurn ókum við út í sveitina til fjölskyldunnar. Hún
kom öll til dyra til að fagna okkur. Mér datt í hug, að nú mundi ég
fá gott tækifæri til að tala við þau um hjálpræðið í Kristi, ef til vill
mundi fjölskyldan öll vinnast handa honum.
Okkur var borinn indælis sveitamatur með kjöti og grænmeti. Þar
var líka maís-brauð og ertur, af því að mér þykir það svo gott! Eftir
matinn settumst við inn í stofuna til að spjalla saman. En áður en
samtal gat hafizt, komu systurnar þrjár og umkringdu konuna mína.
Þessum sveitastúlkum (og flestu fólkinu í söfnuði okkar) var prins-
essan persónugerð töfraljóma og menntunar. Sjáanlega voru þær
æsihrifnar af því, að hún var heima hjá þeim.
„Frú Rice,“ sagði Imogene. „Pabbi hefir nýlokið við herbergi
handa okkur Shirley, og okkur langar til, að þú sjáir það. Við höfum
ný húsgögn, gluggatjöld og allt.“
Cathy (prinsessan) fór með stúlkunum inn í nýja herbergið, hjón-
in á eftir og ég. Meðan konan mín yndisleg ós'kaði stúlkunum til
hamingju með herbergið, sá ég þar á borði mynd af stúlku með
svartar, plokkaðar augabrúnir. Ég tók hana upp til að sjá hana bet-
ur. Þá sagði Imogene: „Þetta er Jean Harlow.“ (Heimsfræg kvik-
myndadís á sinni tíð. Þýð.) — „Er hún ekki falleg! Ég vildi gefa
hvað sem er í heiminum til að geta verið í hennar sporum.“
Mér fannst konan, sem myndin var af, ekki falleg. Það var of
mikil uppgerð. En ég vissi, hver Jean Harlow var. Ég sneri mér að
þessum fagra unglingi og sagði: „Það getur dkki verið, að þú vildir
vera Jean Harlow. Hún er kvikmyndaleikkona, sem leikur vondar
konur, og eftir því, sem blöðin segja, lifir hún syndsamlegu lífi.“
„Mér er alveg sama,“ svaraði Imogene. „Hún er fegursta og mesta
löfraljóma konan í öllum heimi. Allir karlmenn eru blátt áfram
brjálaðir utan um hana. Og hún er rík. Ó, hvað mér þætti vænt um
að vera Jean Harlow. Ég vildi gefa hvað sem væri í heiminum til að
vera í sporum hennar.“