Norðurljósið - 01.01.1972, Page 44
44
NORÐURLJÓSIÐ
Ég spurði stúlkuna, hvort hún héldi, að Jean Harlow væri Guði
þóknanleg. Og mundi það vera Drottni þóknanlegt, ef Imogene
lifði sams konar líferni og Jean Harlow. En stúllkan var ekki í því
skapi, að vilja rökræða. „Ég sagði pabba það,“ mælti hún af reiði,
„að sennilega mundir þú reyna að predika yfir okkur, þegar þú
kæmir hingað í dag. Jæja, bróðir Rice, ef ég vil heyra þig predika,
þá kem ég í kirkj una. Eg vil ekki, að þú predikir yfir mér hér í eigin
herbergi mínu.“
Hún fleygði sér á rúmið og brast í grát. Við hin gengum inn í
setustofuna, og hjónin báðu mikillega afsökunar og vildu, að við
dveldum þar lengur, en allir fóru hjá sér, og fáum mínútum síðar
fórum við prinsessan heim. Hún og litla barnið fóru þar úr bifreið-
inni, en ég fór að heimsækja fólk. A leið minni um borgina keypti
ég mér fréttahlað. Ég gat varla trúað mínum eigin augum, er ég sá
á forsíðu mynd af Jean Harlow og fregnina, að hún væri dáin.
Grein á forsíðu sagði frá því, hvernig Jean Harlow, „óþekka
stúlka kvikmyndanna“ hefði dáið snögglega. Innan í blaðinu voru
myndir úr kvikmyndum, sem hún hafði leikið í, meðal annarra mynd
úr „Englar helvítis,“ en þar lék hún hlutverk skækju.
Ég tók blaðið, ók aftur heim til Redd hjónanna og knúði dyra.
Frú Redd opnaði eldhúsdyrnar, og stúlkurnar þrjár voru þar hjá
henni að hjálpa henni við uppþvottinn og að ganga frá matarleifum.
Hún varð auðvitað undrandi að sjá mig og vildi vita, hvort ég hefði
gleymt einhverju.
„Nei, frú Redd,“ svaraði ég, „ég gleymdi ekki neinu. Mig langar
aðeins til að að tala við Imogene andartak.“
Imogene, enn rauðeyg eftir grátinn, var ennþá reið við mig. Hún
sagði: „Bróðir Rice, ef til vill hefði ég ekki átt að tala við þig eins
og ég gerði, en ennþá vil ég ekki, að þú komir hingað til að halda
yfir mér ræðu.“
„Ég kom ekki hingað til að halda yfir þér ræðu,“ svaraði ég,
heldur til að færa þér eitthvað. Þú sagðir mér, að þú vildir gefa
hvað sem væri í heimi til að geta verið í sporum Jean Harlow,
og ... “ Hún greip fram í. „Það var það, sem ég átti við.“
„Allt í lagi,“ svaraði ég, „ég kom ekki hingað til að þræta við
þig. Fréttablaðið í dag flytur sögu af Jean Harlow á forsíðu, og það
eru aðrar sögur og myndir af henni í blaðinu. Um leið og ég sá blað-