Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 45
NORÐURLJÓSIÐ
45
ið, vissi ég, að þú mundir vilja eignast það. Ég er því kominn alla
leiðina aftur til að færa þér fréttablaðið í dag.“
Nú varð hún undrandi og iðrandi. Hún fór að bera fram afsakan-
ir, en ég sagði, að afsökunar væri ekki þörf. Ég hafði haldið á blað-
inu þannig samanbrotnu, að enginn gat séð forsíðuna. Nú stakk ég
því í hendur hennar, kvaddi, gekk hratt út og ók heim.
Nú heyrðist ekkert frá fjölskyldunni, unz hún kom til kirkjunnar
næsta miðvikudagskvöld. Fólkið var alvarlegt á svipinn. Þetta sýndi
mér, að Drottinn var að starfa í hjörtum þess. Ég flutti fagnaðar-
boðskapinn á auðskilinn hátt og sagði, að væri hér ófrelsað fólk,
sem vildi taka á móti Kristi, þá gæti það sýnt fúsleika sinn með því
að ganga innst í kirkjuna. Um leið og við byrjuðum að syngja, fór
Imogene af stað inn kirkjugólfið í áttina til mín. Hún grét svo mik-
ið, að hún reikaði í spori. Ég gekk á móti henni og greip í hönd
hennar. Jafnskjótt sagði hún: „Bróðir Bill, heldur þú, að Guð vilji
ennþá fyrirgefa mér? Ég vissi, hvers konar manneskja Jean Harlow
var, en mér stóð á sama. Ég mundi hafa verið jafnspillt og stúlkurn-
ar, sem hún lék í kvikmyndunum, ef það hefði gerl mig að kvik-
myndastjörnu.“
Ég reyndi að vitna í ritninguna, en hún grét svo hátt, að hún
heyrði ekki til mín. Ég henti prinsessunni að koma, og hún vafði
Imogene örmum og leiddi hana í herhergi bak við. Ég leit upp og
sá hitt fólkið í fjölskyldunni koma grátandi Hka. Allt tók það á móti
Jesú Kristi sem Drottni sínum og frelsara.
Er guðsþjónustunni var lokið, gekk ég til konu nrnnar, sem enn
var að tala við Imogene. Aftur og aftur sagði þessi fagri unglingur:
„Ég vildi vera Jean Harlow, hefði ég getað það. Þá væri ég núna
í helvíti, hefði mér tekizt það.“ IJún sagði, að Guð þekkti hjarta
hennar, og vissulega mundi hann ekki vilja frelsa hana. Við fullviss-
uðum hana um, að hann vildi gera það. Við vitnuðum í Jesaja
1. 18.:
„Komiff nú og eigumst lög við, segir Drottinn. Þótt syndir yðar
séu sem sJearlat, skulu þœr verða hvítar sem mjöll; þótt þœr séu
rauðar sem purpuri, skulu þœr verða sem ull.“
Við minntum hana líka á fyrirheit Drottins: „Þann, sem tU mín
kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ (Jóh. 6. 37.)
Frelsun hennar varð dásamleg, og hún öðlaðist friðinn, sem æðri
er öllum skilningi.