Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 46
46
NORÐURLJÓSIB
Vafalaust hafa þúsundir stúlkna öfundað Jean Harlow eins og
Imogene. Vafalaust hafa þúsundir stúlkna öfundað Marilyn Monroe
á dögum hennar og viljað vera orðin hún. Hver þeirra mundi vilja
vera í sporum hennar nú eða í sporum Jean Harlow? Hver mundi
nú vilja skipta kjörum við dauðan milljónamæring? Hvorki fegurð,
frægð né auður varir lengi. Þetta er það, sem frelsarinn átti við, er
hann sagði:
„Hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrir-
gjöra sálu sinni?“ Mark. 8. 36.
Eg hvet þig til að snúa þér til Jesú Krists í dag og veita honum
viðtöku, treysta honum til að frelsa þig og fyrirgefa þér syndir þínar.
(Þýtt úr The Branding Iron, ágúst 1971.)
Frægur læknir og lama drengur
Dóttir milljónamærings nokkurs var magnlaus í fótunum. Læknar
þar á staðnum gátu ekki hjálpað henni. Faðir hennar ritaði þá ávís-
un, sem var að upphæð um 5000 hrezk pund eða meira en 1.4 millj.
kr. á gengi í maí sl. Ávísun þessa sendi hann dr. Lorenz í Vínarhorg
og sárbað hann að koma og reyna að lækna dóttur sína. Læknirinn
mikli kom og læknaði stúlkuna.
I sömu borg var drengur, sem þjáður var af sama sjúkdómi. Er
drengurinn sá myndina af dr. Lorenz í blaði og las, hvað hann hafði
gert fyrir litlu stúlkuna, sagði hann: „Mamma, væri það ekki dásam-
legt, ef læknirinn gæti látið mig ganga?“ Móðurhjartað hrast, er
bún sagði: „Drengurinn minn, ríki maðurinn borgaði dr. Lorenz
5000 pund, en við eigum enga peninga.“ „Jæja,“ sagði drengurinn,
„drengur má óska, má hann það ekki, mamma?“ Móðirin flúði inn
í annað herbergi til að gráta.
Þá virtist Guð fara að leiða hana. Hún fór í gistihúsið, féll á kné
við fætur dr. Lorenzar og sagði grátandi sögu sína. Læknirinn mikli
spurði: „Frú, eigið þér nokkra peninga?“ „Nei,“ svaraði hún. „Þá
skal ég gera aðgerðina á drengnum yðar ókeypis.“ Vesalings konan
varð svo þakklát, að hún fór að kyssa fætur læknisins.
Drengurinn var fluttur í gott sjúkrahús, og aðgerðin var fram-
kvæmd. Dag nokkurn sagði drengurinn við móður sína: „Mamma,
farðu og líttu út um gluggann.” Hún fór og horfði út fáein andar-