Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 47
NORÐURLJÓSIÐ
47
tök. Þá fann hún, aS togað var í ermi hennar. Þarna var drengurinn
kominn að hlið hennar. Hann hafði gengið í fyrsta sinni. Fáum dög-
um síðar sagði dr. Lorenz: „Þú ert heilbrigður nú, sonur, farðu
heim og vertu góður drengur.“ Drengurinn greip hönd hins mikla
læknis og tók að kyssa hana. Læknirinn sagði: „Gerðu þetta ekki.“
Drengurinn kallaði: „Læknir, svo lengi sem tunga er í höfði mér,
skal enginn hætta að heyra um, hvað þú hefir gert fyrir mig.“
Manngæzka dr. Lorenz minnir okkur á takmarkalausan kærleika
Drottins Jesú. Við þörfnumst lausnar, og við lesum: „Hjá honum
er gnægð lausnar.“ Við þörfnumst fyrirgefningar synda okkar, og
við lesum, að hann „fyrirgefur ríkulega.“ Við þörfnumst frelsunar,
og við lesum, að „hann megnar að frelsa til fulls.“ Við þörfnumst
lífs, og við lesum: „Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni
vorum.“ Kom þú til Jesú, gjafarans góðviljaða, og þú munt öðlast
ókeypis allar þessar dásamlegu blessanir.
(Þýtt úr „The Flame“. Maí—júní 1971.)
Fáfróður unglingur
Ritað af frú Cathy Rice.
Saga þessi gerðist síðastl. sumar á búgarði dr. Bills Rice. Hann er
bróðir dr. Johns Rice og meðritstjóri hans við blaðið „The Sword
of the Lord“ (Sverð Drottins). Bill rekur umfangsmikið trúboð
meðal heyrnar- og málleysingja, sem hann býður til sumardvalar á
hverju sumri. Auk þess býður hann líka heilbrigðum unglingum í
stuttar sumardvalir. Hann er hestamaður mikill og á marga ágæta,
stillta hesta, sem unglingar hafa yndi af að koma á bak. Ritstj.
Hún var yndisleg stúlka, um 15 ára gömul. Hún bar sítt, ljóst, vel-
hirt hár. Hún var snyrtilega klædd. Hún virtist vera frá kærleiks-
ríku heimili, þar sem foreldrar hennar önnuðust hana með ástúð.
Þegar hún gekk inn ganginn á milli sætaraðanna, var hún grát-
andi. Bill III. (Sonur Bills búgarðseigandans, kornungur, efnilegur
predikari) mætti henni og spurði, hví hún kæmi. „Til að frelsast,“
svaraði hún. Hann benti mér að koma og skýra hjálpræðið fyrir
henni og síðan að biðja með henni.
Þegar ég spurði hana, hvort hún vissi, hvernig fólk frelsast, var