Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 48
48
NORÐURLJÓSIÐ
svarið ákveðið: „Nei, þetta er í fyrsta sinn, sem ég hefi heyrt þetta.“
Síðan spurði hún mig, hvort þetta væri virkilega satt.
Þegar ég sagði: „Er hvað satt?“ svaraði hún: „Um Guð og
Jesúm. Móðir mín sagði mér, að sagan af Jesú væri ævintýri.“
Þegar ég spurði hana, hvort hún færi aldrei í kirkju, svaraði hún,
að hún hefði tvisvar komið í kirkju. Var það við jarðarför í fyrra
skiptið en brúðkaup hið síðara. Hún sagði mér, að móðir hennar
segði, að menntað og vel upplýst fólk tryði ekki því, sem kennt væri
í kirkjunum.
Þegar ég spurði hana, hvernig í ósköpunum hún gat komizt á Bill
Rice húgarðinn, sem væri kristilegur dvalarstaður, sagði hún mér,
að hún hefði komið með vinstúlku sinni. Hún ætti sjálf hest og blátt
áfram elskaði hesta. Þegar hún heyrði, að vinstúlka hennar færi,
vildi hún öllu öðru fremur fara líka.
Hún sagði mér, að foreldrar hennar voru ánægð með að láta hana
fara. Þau höfðu verið dálítið hikandi fyrst, en er þau höfðu lesið
upplýsingabréfið okkar, töldu þau, að „trúarlegi" þátturinn mundi
ekki saka dóttur þeirra, en voru ánægð að sjá, hve strangar kröfur
við gerðum. Hún sagði: „Mamma og pahhi eru virkilega ströng við
mig og mundu aldrei leyfa mér að fara til nokkurs staðar, þar sem
ekki væri gott eftirlit með unglingunum.“
Fyrst hún hafði aldrei verið við guðsþjónustu á ævinni, aldrei
sótt sunnudagaskóla og þekkti jafnvel ekki Jóhannes 3. 16. (Því
að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til
þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekk’, heldur hafi eilíft líf.),
tók ég mér tíma til að segja henni rækilega frá Guði, syni hans
Jesú, hvernig syndin kom í heiminn, hvernig við syndgum öll, og
hvernig Guð hefði veitt okkur hjálpræði fyrir son hans, Jesúm.
Hún hlustaði með eftirtekt og spurði margra spurninga. Ég man
hún spurði: „Er það satt í raun og veru, að Jesús fæddist í gripa-
húsi?“ Ég sagði henni, að það væri satt — hvert orð satt. Þá fýsti
hana að vita, hvernig ég vissi, að þetta væri satt.
Ég spurði hana, hvort hún tryði sögu George Washingtons. Er
hún sagði, að hún gerði það, spurði ég: „Hvernig veiztu, að hún
er sönn?“ Hún svaraði jafnskjótt: „Af bókum í sögu.“
Ég sagði henni þá, að ég vissi á alveg sama hátt af bókum í
sögu, að Jesús hefði lifað hér á jörð. Ég vissi það ekki aðeins frá
biblíunni heldur og mörgum öðrum bókum í sögu.