Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
inu að því. En vitundin um, að það væri þar og starði á hann, trufl-
aði svo hugarfrið hans, að hann beið enga ró. Eftirsjá og skelfing
gripu hann, og með örvæntingar áreynslu þaut hann að veggnum og
sneri myndinni við!
Ekkjuna gat ekki grunað, að myndin, sem hún mat svo mikils,
gæti valdið leigjanda hennar óþægindum. Hún sneri henni aftur við.
Hún varð mjög undrandi, er þetta endurtók sig aftur og aftur.
Ógæfusami unglingurinn reyndi, en án árangurs, að þola það að sjá
þetta auga, sem stundum virtist glampa af reiði eða horfa á hann
með viðkvæmri ásökun. Hann gat ekki staðizt þetta. En hann herti
hjarta sitt og fór seinast úr íbúðinni.
Auga Guðs hvílir á þér. Gleður sú hugsun hjarta þitt? Hefir hún
áhrif á þig í öllum greinum. Vinnur þú verk þín fyrir augum Meist-
ara þíns, er sér í leyndum, sem launar þér opinberlega? Þýtt.
Bifreiðin fagra með opna þakið
Eftir dr. Bill Rice. (Dálítið stytt.)
Frá því, að Cleve (klív) mundi fyrst eftir sér, hafði hann þráð að
eignast Buick bifreið með opnu þaki. Þegar hann var lítill, og leik-
bræður hans ræddu, hvað þeir vildu fá í jólagjöí, vildi hann alltaf
fá Buick með opnu þaki! Þegar hann varð eldri, er aðra drengi
dreymdi um reiðhjól, gat Cleve aðeins talað um Buick með opnu
þaki. Hann lét sér ekki nægja að tala um þetta, hann fór að safna. í
stað þess að kaupa sælgæti eða leikföng, lagði hann peningana í
banka fyrir Buick.
Þetta hélt áfram árum saman. Þegar hann varð unglingur í æðri
skóla, dreymdi hann sína drauma um fagra, nýja bifreið. í huga
hans var einstefnu-akstursbraut, og á henni var varla rúm fyrir
nokkuð annað en Buick með opnu þaki! Loksins ákvað faðir hans
að hjálpa honum og gefa honum þá peninga, sem þyrfti, til þess að
bann gæti keypt sér Buick bifreið og greitt fyrstu afborgun.
Bifreiðin var svo pöntuð. Hún var af þeirri gerð og með þeim út-
búnaði, sem Clive óskaði eftir. Hún átti að endast bonum ævilangt.
Svo tilkynnti bifreiðasalinn dag nokkurn, að bifreiðin væri komin.
Cleve varð alveg utan við sig af fiignuði. Þetta átti að verða sælu-
ríkasti dagur á ævi hans, sagði hann. En sennilega varð hann líka
sárasti sorgardagur ævi hans.