Norðurljósið - 01.01.1972, Page 51
NORÐURLJ ÓSIÐ
51
Cleve átti heima úti í sveit, og bifreiðatryggingin var rétt hjá
sölustað bifreiðarinnar. Cleve settist við stýrið og fullvissaði föður
sinn og seljandann um það, að hann ætlaði að aka beint til trygg-
inganna og fá tryggingu. Allt í einu greip sú hugsun Cleve, að vin-
stúlkan hans væri við þessa sömu götu rúmlega einn og hálfan km
fyrir utan borgina. Hví þá ekki að sækja hana og hafa hana með sér,
þegar bifreiðin væri vátryggð? Hann langaði svo til, að hún sæi
þennan fagra Buick.
Hann jók hraðann. Bifreiðin rann eftir veginum hraðar og hrað-
ar. Hann leit á hraðamælinn. Hraðinn var orðinn um 120 km á
klukkustund! Þá varð Cleve skyndilega ljóst, að skörp beygja var
framundan á veginum og þar næst kom brúin yfir ána. í ofboði steig
hann fast á hemlana. Bifreiðin rann til hliðar, rakst á grindverkið á
brúnni, braut það og datt niður í ána til botns. Cleve bjargaðist, af
því að hún var með opnu þaki.
Krani náði bifreiðinni upp, gerónýtri. Cleve stóð og horfði á,
munnurinn var galopinn, og tárin streymdu niður kinnar hans.
Þótt bifreiðin væri farin, var hún ekki gleymd. Bifreiðin var ekki
vátryggð, og hann hafði lofað að greiða hana á þremur árum. í þrjú
ár yrði hann að vinna til að horga bifreið, sem hann hafði ekið í
minna en fimm mínútur. Ævilangur draumur hans var að engu orð-
inn. Heimskulegt hugsunarleysi hafði gert drauminn að engu.
Margir piltar segja: „Ég skal reyna allt einu sinni.“ Svo drekka
þeir sig drukkna. En upp frá þeirri stundu eru þeir komnir áfenginu
á vald. Úr ævinni verður ekkert vegna óreglu.
Mörg mærin hefir aðeins hugsað um andartaks nautn, en glatað
dyggð sinni, heilsu, heiðri og glatað til fulls því tækifæri, að lifa í
heilbrigðu og hamingjusömu hjónabandi.
Það er margur unglingurinn, sem glatað hefir ævi sinni áður en
hann varð fullorðinn. Cleve glataði hifreið sinni innan fimm mín-
útna.
Þú þarfnast Jesú Krists. Láttu hann frelsa þig og lifðu svo fyrir
hann. Hann kom til þess, að þú mættir „hafa líf og hafa nœgtir."
Ég vil minna þig á, að lífið, sem þú hefir, varir afarlengi. Ein-
hvers staðar muntu lifa um aldir alda. Tryggðu þér það, að þú njót-
ir lífsins hér á jörð með Jesú Kristi. Og tryggðu þér það, að þú lifir
um alla eilífð með honum. (T>ýtt úr „The Branding Iron.“)