Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
Hrynur vestræn menning senn?
Útvarpserindi eftir ritstjórann.
Heilir og sælir hlustendur góðir.
Þið munið sjálfsagt flestir eftir því, að þið lásuð í æsku sögu
af tveimur mönnum, sem reistu sér hús. Annar gróf djúpt og reisti
hús sitt á bjargi. Hinn gerði sér ekki það ómak og reisti hús sitt á
sandi. f sólskini og sumarhlíðu var þetta gott. En regn, stormar og
vatnsflóð komu síðar. Þá skolaðist burtu sandurinn, húsið hrundi,
sem átti svo ótraustan grundvöll.
Þið munið sjálfsagt margir líka sögu eftir danskt skáld, mig
minnir Jóhannes Jörgensen. Hún sagði frá lítilli könguló. Hún
spann þráð, sem hún festi við grein. Út frá þessum þræði gerði
hún sér net. Netið var fengsælt, hún varð stór og hústin. Er hausta
tók, lá einn morgun eitthvað illa á henni. Hún leit upp og sá þráð,
sem hékk frá grein. Henni virtist hann gagnslaus, svo að hún sleit
hann. En þá hrundi saman veiðisæla netið hennar. Hún mátti ekki
slíta þráðinn ofan frá.
Hvað er líkt með þessu tvennu? Fávizkan sú: að reisa hús á
ótraustum grundvelli og að slíta þann þráð, þráðinn að ofan, sem
bar allt uppi.
Grundvöllur vestrœnnar menningar.
Sú vestræna menning, sem við þekkjum bezt, var í upphafi reist
á grundvelli kristindómsins. Hér á landi líður óðum að 1009 ára
afmæli kristnitöku. Sú menning, sem hafið hefir ættflokka og þjóð-
ir úr villimennsku á síðustu öldum, er kristileg menning vestrænna
þjóða. En mun hún haldast við? Verður haldin 1000 ára hátíð
kristnitöku á íslandi? Ekki, ef stefnur þeirra Marxs eða Maós verða
þá hæstráðandi til sjós og lands á íslandi.
Grundvöllur sá, er vestræn, kristileg menning hvílir á, var lagð-
ur á fjallinu Sínaí á Arabíuskaga fyrir nálega 3500 árum. Þá gaf
Drottinn Móse hoðorðin tíu sem trúar- og siðferðisgrundvöll þess
þjóðskipulags, er rísa skyldi í Kanaanlandi, er Tsraelsmenn tækju
sér þar bólfestu. Ríki skyldi stofnað, þar sem Drottinn, Jahve,
væri sjálfur konunugur yfir. Fulltrúar hans á sviðum andlegra mála
og dómsmála skyldu vera prestarn'r. En dómara ætlaði hann að
gefa þeim, er ófrið bæri að höndum. Auk þessara grundvallarlaga