Norðurljósið - 01.01.1972, Side 53
NORÐURLJÓSIÐ
53
voru gefnar margar reglur og borgaraleg lög, er gilda skyldu í fyrir-
heitna landinu.
Örstutta stund skulum við nú virða þessi boðorð nánar fyrir okk-
ur. Fyrstu boðorðin þrjú, eins og þau eru skráð í biblíunni, víkja að
heiðri Drottins Jahve sjálfs. Ekki mátti dýrka guði heiðingja; ekki
mátti gera nokkrar myndir eða líkneskjur og ekki tilbiðja þær;
ekki mátti leggja nafn Jahve við hégóma. Nafn hans var heilagt og
bar að virða það.
Næst kemur boðorð um helgihald hvíldardags, að menn og skepn-
ur skyldu hvílast sjöunda hvern dag. Jahve kallar þennan dag sam-
bandstákn milli sín og ísraelsmanna, og hann er það enn í dag.
Þá koma tvö borðorð um fj ölskyldulíf. Hórdómur er bannaður,
og börnunum er boðið að beiðra bæði föður og móður. Þá mundi
þeim vegna vel. Síðar lagði Jahve feðrum þá skyldu á herðar, að
kenna börnum sinum orð hans.
Eignarétturinn skyldi vera friðhelgur: Þú skalt ekki stela, og þú
skalt ekki girnast.
Mannslífið var friðhelgt: Þú skalt ekki morð fremja.
Mannorð annarra skyldi í heiðri haft, því að bannað var að bera
lj úgvitni.
Þetta var þá kjarni lögmálsins, grundvöllur þjóðfélags ísraels.
Og þessi lög hafa verið kjarninn í lögum vestrænnar, kristilegrar
menningar.
í Kanaanlandi, sem Drottinn gaf ísrael, var önnur menning fyrir,
úrkynjuð menning, þar sem ólifnaður og viðbjóðslegar syndir voru
jafnvel þáttur í guðadýrkun landsbúa. Drottinn sagði, að þessum
þjóðum ætti ísrael að burtrýma og mætti ekki blandast saman við
þær. ÖIl hjónabönd á milli ísraels og þeirra voru stranglega bönnuð.
ísrael hélt ekki lögmálið.
ísrael tók þó brátt að brjóta boðorð Guðs. Fyrst gleymdu þeir
boðorðinu, að þeir mættu engar líkneskjur gera sér, svo að þeir
gerðu sér gullkálfinn fræga.
Er þeir komu í landið fyrirheitna, útrýmdu þeir ekki öllum lands-
búum, svo sem boðið hafði verið. Þeir brugðust í því hlutverki. Þess
vegna bjuggu margir hinna fyrri landsbúa kyrrir. Fornminjarann-
sóknir nú á tímum leiða í ljós, hve alger mismunur var á menningu
ísraels og menningu þeirra manna, sem bjuggu á meðal þeirra, að