Norðurljósið - 01.01.1972, Page 56
56
NORÐURLJÓSIÐ
lítur eftir hjörð sinni. Hann leitar að hinu týnda, sækir hið hrakta,
bindur um hið limlesta og kemur þrótti í hið veika, og hann hjálp-
ar þróttlitlu skepnunum, þegar hinar sterkari beita þær ofríki. Þann-
ig átti konungur sem fulltrúi Guðs að beita vel og viturlega valdi
sínu, dæma rétt í málum manna, vera ekki hliðdrægur hinum ríku
og voldugu, heldur hjálpa hinum fátæku. En konungsvaldið brást
skyldu sinni, breytti gagnstætt henni oftsinnis.
Togstreita — sundurþykki.
Það eru líka látlausar ádeilur, sem ríkisstj órnir vestrænna ríkja
oúa við. Andstöðuflokkar þeirra skamma þær vægðarlaust fyrir
vanrækslu, tómlæti, misrétti, misbeitingu valds síns og sínu sinni
hvað. Látlaus togstreita einkennir flokkakerfi vestrænnar menning-
ar. í þessu liggur sú meginbætta, sem Kristur lýsli með orðum sín-
um: „Sérhvert ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og
sérhver borg eða heimili, sem sjálfu sér er sundurþykkt, fær eigi
staðizt.“ Með öllu móti er alið á sundurþykki. Þjóðfélögin skipta
sér í starfsgreinahópa, þar sem hver stétt og félag hugsar mest um
eitt: að skara eldi að sinni köku, reyna að ná sem ríflegustum
skammti á diskinn sinn. Þetta var hugsunarháttur konunga og höfð-
ingjastéttar Ísraelsríkis og Júdaríkis, og þetta er hugsunarháttur
allra stétta vestrænnar menningar nú orðið.
Ég gat áðan um spámannaskólana, þar sem ungum mönnum var
kennt að þjóna Drottni. Lengi vel var spámannastéttin Guði trú. En
svo kom fráfall meðal hennar. Jeremía, sem var sannur spámaður
Drottins, hafði sitt af hverju að segja um presta og spámenn sinnar
samtíðar. Við skulum heyra nokkuð af því, sem hann segir í 23.
kafla bókar sinnar:
Guðjræðingar bregðast.
„Viðvíkjandi spámönnunum: Hjartað í brjósti mér er sundur-
marið, öll bein mín skjálfa; ég er eins og drukkinn maður, eins og
maður, sem vínið hefir bugað, vegna Jahve og vegna hans heilögu
orða. Því að landið er fullt af hórkörlum, — já, vegna bölvunar-
innar syrgir Iandið, eru beitilöndin í öræfunum skrælnuð — og
hlaup þeirra er vonzka og styrkur þeirra ósannsögli; því að bæði
spámenn og prestar eru guðlausir, jafnvel í húsi mínu hefi ég rekið
mig á vonzku þeirra — segir Drottinn ... Hjá spámönnum Samaríu
sá ég hneykslanlegt athæfi: þeir spáðu í nafni Baals og leiddu lýð