Norðurljósið - 01.01.1972, Side 57
NORÐURLJ ÓSIÐ
57
minn ísrael afvega. En hjá spámönnum Jerúsalem sá ég hryllilegt
athæfi: þeir drýgja hór og fara með lygar og styrkja illgjörðamenn-
ina, svo að enginn þeirra snýr sér frá illsku sinni. . . Fyrir því segir
Drottinn hersveitanna svo um spámennina: Sjá, ég vil gefa þeim
malurt að eta og eiturvatn að drekka, því að frá spámönnum Jerú-
salem hefir guðleysi breiðzt út um landið.“
Þetta á sér einnig hliðstæðu í vestrænni menningu nútímans.
Ægilegt fráfall frá upprunakenningum kristinnar trúar hefir átt sér
stað. Postulinn Páll kenndi, að ritningin væri innblásin af Guði.
Hvað ætli þeir séu margir guðfræðingarnir, sem neita þessu, menn
bæði vestan hafs og austan? Þeir eru í langsamlega minnihluta, sem
ennþá trúa guðdómi Krists og friðþægingu hans. Þetta fráfall frá
trúnni á ýmsar rætur, en ekki hafa guðfræðiskólarnir átt minnstan
þátt í því, hvernig komið er. Samfara losaralegri trú fylgir líka
losaralegt siðferði, ekki síður nú á dögum en hjá Israel og Júdaríki
forðum. Afturhvarfsprédikun heyrist varla, og lítil áherzla lögð á
það, að menn þurfi að snúa sér frá syndum sínum. Þess vegna má
segja, að hið sama eigi sér stað nú sem forðum, er spámennirnir
styrktu illgerðamennina í vonzku þeirra. „Guð er góður, hann fyrir-
gefur öllum, hann hegnir ekki villuráfandi börnuin sínum.“ Á þessa
leið er predikað víða nú á dögum. Biblían boðar, að Guð er góður,
en hann vill að menn snúi sér frá syndunum og ranglætinu riú. Eftir
dauðann verði það of seint, „það liggur fyrir mönnunum eitt sinn
að deyja, en eftir það er dómurinn,“ segir heilög ritning hans. Það
er of seint að iðrast eftir dauðann.
Verzlunarstéttin ágjörn.
Þá hafði Amos spámaður eitthvað að segja við sína samtíðar-
menn. Hér er það, sem hann sagði við kaupmannastéttina:
„Heyrið þetta, þér sem sundur merjið hina fátæku og ætlið að
gera út af við alla aumingja í landinu, — sem segið: ,Hvenær mun
tunglkomuhátíðin líða, svo að vér megum selja korn, og hvíldardag-
urinn, svo að vér megum opna kornhlöðurnar?4 -—- sem minnkið
mælinn og hækkið verðið og falsið svikavogina, og kaupið hina
snauðu fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó, — sem segið:
,Vér seljum þeim aðeins úrganginn úr korninu/ Drottinn hefir svar-
ið við vegsemd Jakobs: ,AIdrei skal ég gleyma öllu því, er þeir hafa
gert.‘ “ (Amos 8. 4—7.)