Norðurljósið - 01.01.1972, Page 60
60
NORÐURLJ ÓSIÐ
virt. Um Manasse konung segir ritningin þetta: „Manasse úthellti
og mjög mi'klu af saklausu blóði, þar til er hann hafði fyllt Jerú-
salem með því enda á milli, auk þeirrar syndar sinnar, að hann kom
Júda til að gera það, sem illt var í augum Drottins.“ Þegar svo Drott-
inn lét óvini Júdaríkis herleiða þjóðina, þá var það meðal annars
„sakir þess saklausa blóðs, er hann (Manasse) hafði úthellt, svo að
hann fyllti Jerúsalem saklausu blóði, það vildi Drottinn ekki fyrir-
gefa,“ segir ritningin.
Það er ekki vafi á því, að á ýmsum þjóðum vestrænnar menning-
ar hvílir mikil blóðskuld, bæði forn og ný. Trúarofsóknir kirkjunn-
ar á liðnum öldum tortímdu fjölda mannslífa, sumir segja allt að 30
milljóna. Auk þess komu svo miskunnarlausar Gyðingaofsóknir,
þegar fjöldi saklausra manna, jafnvel kvenna og barna, var brytjað-
ur niður. Hitler átti beina og óbeina sök á lífláti eða dauða 13
milljóna manna. Þannig mætti halda áfram að telja. „Sálir hinna
drepnu hrópa á hefnd,“ stendur í biblíunni íslenzku. „Blóð bróður
þíns hrópar til mín af jörðunni,“ sagði Drottinn við Kain. Það er
enginn smáræðishópur af fólki, sem myrtur er árlega í vestrænum
heimi, og einhvern tíma dregur að skuldadögunum. Það getur orð-
ið fyrr en varir. Menn halda, að Guð sjái ekki óhæfuverk þeirra, en
það er mesti misskilningur. „Drottinn er Guð endurgjaldsins, hann
borgar áreiðanlega,“ segir biblían, orð hans.
Meginástæða menningarhruns er þó sú, sem er undirrót alls ann-
ars ills, að trúin á Guð og ótti fyrir honum hefir horfið úr hugum
og hjörtum alls þorra manna, þótt þeir kalli sig kristna. Meðan menn
trúa á Guð, sem endurgjaldi mönnunum verk þeirra, hegni fyrir
illverk, en launi góðverk, þá hafa menn eitthvað, er verður sem akk-
eri siðferðis þeirra og breytni til góðs. Þegar þetta verður trúar-
j átning mannsins: „Enginn Guð. Etum og drekkum, því að á morg-
un deyjum vér,“ þá eru burtu allar siðferðishömlur. Hví ekki að
njóta lífsins og gæða þess? Hví ekki að handsama það, sem hugur-
inn girnist? Hví ekki að afla sér auðs, þótt aðrir séu fótum troðnir?
Hví að skeyta nokkrum siðferðislögum? Maðurinn er dýr, og sterk-
asta dýrið ber sigur af hólmi, þegar keppt er um mat, völd eða maka.
Er þetta ekki svipur vestrænnar menningar, og samkeppnin er henn-
ar æðsta lögmál?
Frumorsök þess, hvernig komið er fyrir mannkyninu, hvort sem
það býr við vestræna menningu eða einhverja aðra, er syndin. Guð