Norðurljósið - 01.01.1972, Side 64
64
NORÐURLJ ÓSIf)
að hann skrifaði einum vini sínum í London: „Ef þú ert skynsamur
maður, þá kemur þú á kappreiðarnar og veðjar hverjum eyri, sem
þú átt, á minn hest, þegar veðjað verður.“
Faðir minn vissi ekki, að þessi maður hafði þá reynt afturhvarf.
D. L. Moody var kominn til Englands og hafði prédikað. Þá fannst
mönnum ekki mikið til um mann, sem prédikaði fagnaðarerindið
og hafði ekki hempu né prestakraga. Blöðin gátu ekki skilið prédik-
ara, eins og Moody, sem hafði hvorugt, og að sjálfsögðu skrifuðu
þau dálk eftir dálk á móti honum. Það varð aðeins til þess, að hann
fékk fleira fólk á sínar samkomur heldur en sex biskupar og fleiri
tóku sinnaskipti fyrir boðun Moodys en fyrir starf 20 venjulegra
presta. Ekki var hann þó glæsilega kynntur. Það var sagt, að Sankey
væri kominn til Englands til að selja orgel og hr. Moody til að selja
söngbækur. Faðir minn las blöðin daglega sér til mikillar ánægju.
Ég man, að eitt kvöld blakaði hann blaðinu frá sér og sagði: „Þeg-
ar þessi maður kemur til London, fer ég að hlusta á hann. Eitthvað
gott hlýtur að vera í fari hans, annars hefðu blöðin ekki spottað
hann svo mjög.“
Faðir minn fór til London að hitta vin sinn, sem verið hafði á
írlandi, þegar Moody var þar. Þegar hann ætlaði burt úr Duhlín,
varð hann of seinn að ná í lestina. Guð stjórnaði þessu. Þetta var
laugardagskvöld, og maðurinn varð að vera þar yfir sunnudaginn.
Þegar hann leit í kringum sig á götunni, sá hann auglýsingar um
samkomur Moodys og Sankeys. Hann hugsaði með sjálfum sér: „Ég
fer að hlusta á þessa Ameríkumenn.“ Hann fór, og Guð mætti hon-
um. Hann fór aftur, og Guð endurfæddi hann. Hann varð nýr mað-
ur. Þó að faðir minn hefði haft bréfaskipti við hann, þá nefndi hann
ekkert um allt þetta við föður minn. Er þeir hittust og óku saman í
hestvagni, talaði pabbi ekki við hann um annað en hesta og sagði
manninum, að væri hann skynsamur, þá leggði hann hvern eyri, sem
hann ætti, í veð á hest föður míns. Er kappreiðunum var lokið, kom
faðir minn til vinar síns og spurði: „Hve miklu veðjaðir þú á minn
hest?“ „Engu.“ Faðir minn sagði: „Þú ert mesti heimskingi, sem
ég hefi augum litið. Sagði ég þér ekki, hve góður minn hestur er?
En þó að þú sért heimskingi, býð ég þér samt til miðdegisverðar."
Eftir máltíðina sagði faðir minn: „Nú, hvert eigum við að fara til
að skemmta okkur?“ Vinur hans svaraði: „Eitthvað.“ Faðir minn
svaraði: „Þú ert gestur minn, svo að þú skalt velja.“ „Allt í lagi, þá