Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 67
N ORÐURLJ OSIÐ
67
opnaði biblíuna, og sýndi mér útfrá henni, að ekki áttu blessanir
Drottins að standa í stað eftir afturhvarfið. Ég hafði brennandi þrá
eftir að vita, hvað ég gæti gert fyrir Guð. Við krupum á kné og báð-
um Guð að gefa okkur allt það, er hann hefði ætlað okkur að öðlast.
Þegar ég kom heim í herbergið mitt um kvöldið, náði ég mér í
hókina „Sæluríkt Iíf.“ Þetta kvöld var mér alvara. Gömul sannindi
gripu mig. Ég vissi, að Jesús Kristur var dáinn fyrir mig, en ég
hafði aldrei skilið, að fyrst hann var dáinn fyrir mig, þá var ég ekki
mín eigin eign. Endurlausn merkir „að leysa, kaupa aftur.“ Ef ég
því tilheyrði honum, varð ég að gefa mig honum alveg á vald, ann-
ars væri ég þjófur, er stæli því, sem ég átti ekki. Þegar ég þannig
sá, að Kristur var dáinn fyrir mig, virtist ekki erfitt að afhenda
honum allt. Þetta fannst mér sjálfsagt og heiðarlegt. Ég las í bók-
inni. „Þegar þú hefir afhent Drottni allt, þá hefir þú einnig afhent
honum ábyrgðina á því að taka þig að sér. Allt, sem þú þarft að
gera, er að treysta honum. Leggðu þína hönd í hans hönd, og hann
mun leiða þig.“
Allt virtist öðruvísi eftir þetta, og innan tíðar sýndi Guð mér, hvað
ég ætti að gera, og hvert ég ætti að fara. Guð talar ekki fyrst til höf-
uðs mannsins, hann talar fyrst til hjartans. Guð lagði mér Kína á
hjarta og gaf mér þrá eftir að komast þangað.
Miklir erfiðleikar voru framundan. Ef til vill sér einhver ykkar
mikla erfiðleika á götu srnni. Víktu ekki af vegi vegna erfðleikanna.
Ekki var nokkur af mínum nánustu, sem ekki hélt mig bilaðan á
vitsmunum. Elzti bróðir minn, sem var sanntrúaður, sagði kvöld
nokkurt við mig: „Charlie, ég held þú misreiknir þig stórlega.“ F.g
sagði: „Hér er ekkert að misreikna.“ Hann sagði: „Þú ert úti á
hverju kvöldi og hugsar lítið eða ekkert um mömmu. Ég sé hana,
og þetta hrýtur hana n'ður. Ég held þér skjátlist.“ „Við skulum
spyrja Guð,“ svaraði ég honum. „Ég óska ekki að vera sá einfeldn-
ingur að fara út þangað af minni eigin einþykkni. Ég óska aðeins
að gera Guðs vilja.“ Það var mér erfitt, að bróðir minn, sem hafði
verið mér til svo mikillar hjálpar, skyldi nú hugsa, að þetta væru
mistök hjá mér. Við krupum á kné og lögðum öll þessi mál í Guðs
hendur. Þá nótt gat ég ekki sofið. Það var eins og ég heyrði ein-
hvern lesa þessi ritningarorð yfir mér aftur og aftur: „Bið mig, þá
skal ég gefa þér heiðingjana að erfð, og endimörk jarðar að óðali.“
Sálm. 2. 8. Ég vissi, að þetta var rödd Guðs, er til mín talaði. Þegar