Norðurljósið - 01.01.1972, Side 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
Nmágreinar
Áður birtar í blöðum.
1. „Hrein borg, fögur borg.“
. . . Þegar ég var að hugsa um fegrun Reykjavíkur, Akureyrar —
og annarra bæja má bæta við — tóku gömul orð að leita á huga
minn. Vafalaust munu þau óvelkomin ýmsum mönnum, en þau eru
svona:
„Þér Farísear hreinsið nú bikarinn og fatið að utan, en hið innra
hjá yður er fullt af ráni og illsku.“ Það er sitt hvað að mannfólkinu
sjálfu, þótt það dvelji í dýrum húsum, fylltum fögrum húsgögnum
og öðru skrauti. Ekki batnar svo ástandið, eftir því sem „Helga“
ritaði Vísi og hann birti 6. þ. m. Er ekki hægt að sýna í sjónvarpinu
eitthvað hreinna og göfugra en „útlifaða gleðikonu“, reykjandi og
ragnandi dækju?
Mér hefir skilizt, að útvarpi og sjónvarpi sé ætlað það hlutverk
að manna fólk, en ekki afmanna, mennta menn og bæta. Hvers vegna
er þess þá ekki gætt af þeim, sem annast eiga sjónvarpið, sem er
stórum áhrifameira en útvarpið, að þar sjáist ekki ógeðslegar sorp-
myndir? En sorpmynd skal það kallað, sem sýnir fólk í sorpinu, rek-
öld á ruslafjörum mannhafsins.
I „Sjónvarpstíðindum“ nokkrum vestan hafs kom fyrir nokkru
afarhörð árás á sjónvarpið, eins og það gerist í Bandaríkjunum.
Þar var hlífðarlaust bent á, að stöðugt gláp á sjónvarpsmyndir slít-
ur fólk úr tengslum við lífið sjálft. Foreldrar og börn hafa engan
tíma til að tala saman, þegar starað er á sjónvarp 5 eða 6 stundir
á dag allan ársins hring, ár eftir ár. Upp vex svo æskufólk, sem
þekkir vel sjónvarpsheiminn, en mannlífið ekki eins og það er. Þess
vegna kemur lífið unga fólkinu á óvart að meira eða minna leyti.
Það gefst upp. Það flýr inn í draumaheima fíknilyfja og skaðnautna.
Hefir stefnan verið mörkuð, að þannig skuli fara hérlendis? Á
að nota sjónvarpið sem glæpakynningartæki ? „Ég lærði það á bíó,“
hefir margur afbrotaunglingur sagt, sem framið hefir stuldi eða af-
brot. Sjónvarpið er „bíó“, sem nær til langflestra landsmanna.
„Gætið að, hvað þér heyrið,“ sagði Kristur einu sinni. Heyrið þá
þessi orð heilagrar ritningar: „Það, sem maðurinn sáir, mun hann
uppskera.“ . . .