Norðurljósið - 01.01.1972, Page 71
NORÐURLJ ÓSIÐ
71
2. Hvað er kærleikur?
Mér varð það fyrir, að rita þessar línur, er ég hafði hlustað á
rödd í útvarpinu, sem talaði mjög um kærleikann og nauðsyn hans
í lífinu.
Manna síðastur mæli ég gegn kærleika. En hvað er sannur kær-
leikur?
Páll postuli bendir á marga eðlisþætti kærleikans í lofsöng sinum
um kærleikann í 13. kafla fyrra bréfsins til Korintumanna. Og í
sambandi við það segir hann: „Keppið eftir kærleikanum.“
Er kærleikur það, að vilja öllum vel, gera sem flestum gott? Tala
vel um aðra, hugsa hlýlega til þeirra? Er það kærleikurinn allur að
breyta við aðra eins og ég vil, að aðrir breyti við mig?
Við verðum að fara í 1. bréf Jóhannesar til að skilja, hvað ritn-
ingin nefnir kærleika. — Hann ritar þar í 5. kafla, 2. og 3. grein,
á þessa leið:
„Af því þekkjum vér, að vér elskurn Guðs börn, þegar vér elskum
Guð og breytum eftir boðorðum hans. Því að í þessu birtist elskan
til Guðs, að vér höldum hans boðorð, og hans boðorð eru ekki
þung.“
Hlutverk okkar er að breyta eftir vilja Guðs, því að boðorðin
birta vilja hans. Ef við gerum það ekki, elskum við ekki Guðs börn,
e'kki heldur aðra. Við gefum þeim slæma fyrirmynd, leiðum þá frá
vegi vilja Guðs inn á brautir eigin vilja, sem fyrr eða síðar enda á
helslóðum, eins og ritningin orðar það.
Eitt af boðorðum Guðs, gefið fyrir Drottin Jesúm Krist, er þetta:
„Trúið á Guð og trúið á mig.“ Guð veit, að uppspretta allrar sannr-
ar blessunar mannsins er hann, Guð veit, að maðurinn verður að
eiga eitthvað, sem hann treystir, reiðir sig á. Hann veit, að menn-
irnir treysta á margt annað meir og hetur en hann sjálfan og á son
hans Drottin Jesúm Krist. Hann veit, að þessi greiðfæri vegur fram-
hjá Kristi, vegur eigin vilja, vegur góðra verka, vegur mannkær-
leika, án trúar á Jesúm, getur aldrei leitt manninn inn í heilaga ná-
lægð hans. Syndin, synd mannsins, stendur þar sem veggur, sem
skilur að Guð og menn. Sé því mönnum kennt: að leggja stund á
kærleikann og þá fari allt vel, þá þarf okkur að verða það ljóst, að
þessi vegur liggur aldrei heim til Guðs. Þangað liggur aðeins einn
vegur: Drottinn Jesús Kristur. Hann sagði: „Ég er vegurinn. Eng-
inn kemur til Föðurins nema fyrir mig.“ — Hann kenndi, að eng-