Norðurljósið - 01.01.1972, Side 77
NORÐURLJ ÓSIÐ
77
VeSrið var þurrt og blástur góður. Konan mín vildi hafa eitt-
hvað úti um nóttina á þvottasnúrunum. Það var bezt að hlusta á
veðurfregnirnar, sem koma kl. 10.15. Ekki stóð á því, að þar var
spáð þurru veðri á þessum slóðum, og mig minnir á Norðurlandi
öllu. — Hvorum aðila átti að trúa: veðurfregnum útvarpsins, er
spáðu þurru veðri, eða ánamöðkum og kríum, sem bjuggust við
úrfelli?
Veðurspánni var fylgt og ekki tekið inn af snúrunum.
Næsta morgun, klukkan að ganga átta, var komið úrfelli, lítið að
vísu. Það átti eftir að vaxa, er á daginn leið og næstu nótt. Ána-
maðkar og kríur, sem enn eiga þá vizku og tækni, sem Guð gaf þeim
í öndverðu, spáðu betur fyrir veðri en vísindatæki nútímans. Guð
hefir lagt þá vizku og skynjanir í skepnurnar, er þeim má koma að
góðu gagni til að halda velli í haráttu sinni fyrir lífinu.. Ég hefi
hvergi lesið, að dýrin noti greind sína og krafta til að tortíma teg-
und sinni. En þetta gerir maðurinn. Hann stríðir, myrðir og rænir
meðbræður sína, hann gerspillir sér með eiturnautn, ofdrykkju á-
fengis og tóbaksbrælu. Ofan á þetta glata menn sálu sinni, af því að
þeir treysta hetur gervispám manna, um eilífa farsæld handa öllum,
heldur en orði Guðs. Það boðar dóm Guðs og eilífa hegningu þeirra,
sem forsmá, fótum troða eða vanrækja hjálpræði Guðs, sem hann
býður þeim í Jesú Kristi. „Laun syndarinnar er dauöi, en náðar-
gjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú.“ Þeim farnast vel, er þiggja þessa
gjöf og Iifa Jesú. Hefir þú veitt henni viÖtöku? S. G. J.
7. Sendibréf III. Sigurleiðir.
Ég þakka þér bréfið þitt, sem kom í gær. Mér þykir vænt um, að
þú ert farinn að berjast „trúarinnar góðu haráttu," þótt þú finnir
þig veikan fyrir vissri freistingu. Eg skil vegna eigin reynslu löngun
þína eftir trúarsigri og sigursælu trúarlífi. Guð heitir oss slíku lífi,
en ekki baráttulausu. „Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú
eilífa lífið, sem þú varst kallaður til.“ 1 Tím. 6. 12.
Baráttan er á ýmsum sviðum og á ólíkum sviðum. Andlegt upp-
eldi hjá Guði er með mörgu móti, en sérhvert Guðs barn er alið
upp með ákveðið markmiö fyrir augum. Þess vegna verður reynsla
okkar ólík. En öllum er okkur gefið þetta fyrirheit: „Synd skal ekki
drottna yjir yður.“ Róm. 6. 14. Þess vegna er þetta boöið: „Látið
því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist