Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 79
NORÐURLJÓSIÐ
79
frá honum, og hann stóð allslaus uppi. Þá var það einn morgun, að
hann sagði við Guð og var alvara: „Ó, Guð, varðveittu mig frá því
að drekka í dag.“ Þann dag drakk hann ekki. Um kvöldið sagði
hann: „Ó, Guð, ég þakka þér, að þú hefir varðveitt mig frá því að
drekka í dag.“ Næsta dag endurtók hann bæn sína. Arangurinn
varð hinn sami og daginn áður, svo að hann færði Guði þakkir um
kvöldið. Þriðja daginn fór á sömu leið, og síðan dag eftir dag í þau
14 ár, sem liðin voru, er mér var sögð þessi saga.
Ég hefi notað þessa sögu síðan og ráðlagt drykkfelldum mönnum
að fara eins að og I. P. En með þeirri viðbót þó, að þeir skyldu
lesa dálítinn kafla í orði Guðs á hverjum morgni líka, eða þá á
kvöldin, ef enginn tími fæst á morgnana. Hjá mönnum, sem farið
hafa eftir þessu, hefir árangurinn orðið hinn sami: Vín hafa þeir
edcki bragðað.
Vinur minn og bróðir í trúnni á Drottin Jesúm Krist. Mundu
það, að það er ekkert, sem gefur syndinni, djöflinum, freistingun-
um eða nokkrum ávana, nokkra heimild til að drottna yfir þér. „Til
frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og látið ekki aftur
leggja á yður ánauðarok.“ Gal. 5. 1. Þetta gildir jafnt um lögmál
syndarinnar eins og um lögmálið frá Sínaí, sem bauð: „Þú skalt ekki
girnast.“ Freistingin að girnast eitthvað, sem óleyfilegt er, hún
verður synd, þegar þú hlýönast freistingunni og lætur undan, það
er skortur á þeirri kristilegu karlmennsku, sem Guð vill sjá hjá
börnum sínum. „Verið karlmannlegir, verið styrkir.“ 1 Kor. 16. 13.
Hér eiga við orðin, er grískur þulur sagði við Alexender konung
mikla, er hann og menn hans höfðu rataö i mestu mannraunir:
„Karlmennska er konungs ágæti. Sá er rekkur, sem raun þolir.“
Meira karlmenni en Drottinn Jesús Kristur hefir aldrei stigið fæti
á þessa jörð. „Hans var freistað á allan hátt eins og vor, án syndar.“
Hebr. 4. 15. Hann lét aldrei undan. Hann stríddi í bæn, unz hann
vann sigur, og til þess gaf Guð honum sérstakan styrk. Lúk. 22.
39.-46. Guð mun styrkja þig. Hann mun gefa þér sigur. En sigur
táknar, að barátta, stríð, hafi farið á undan. Vera má, að á þig
horfi fjöldi ósýnilegra votta, sem á sínum tíma urðu að heyja strið.
Beindu sjónum þínum til Jesú. Hann er höfundur og fullkomnari
trúar þinnar. Hebr. 12. l.,2. . . .
Með beztu kveðjum og bæn fyrir þér. —
S. G. J.