Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 80
80
NORÐURLJ ÓSIÐ
8. Öryggisbelti eða öruggur akstur.
Bifreiðarstjóri, sem hefir akstur að atvinnu, minntist á það við
mig fyrir nokkru, að áróður mikill væri rekinn til þess að útbreiða
notkun öryggisbelta. Hins vegar væri lítið eða ekkert minnzt á
varúð og öruggan akstur. Það hafði verið áróðursefnið, þegar tek-
in var upp hægri umferð í stað vinstri. Þróun þessa taldi hann
slæma og hættulega.
Varúð betri en öll belti.
Orð hans þóltu mér viturleg og vil því leitast við að koma þeim
á framfæri. Óneitanlegt er það, að slysum eða líftjóni á fólki hefir
verið afstýrt með notkun öryggisbelta, þótt bifreiðin skemmdist eða
yrði nær ónýt.
En má ekki spyrja: Hefði varúðin ekki verið hetri en belti?
Hefði þá ekki heilum vagni verið ekið heim, hefði meiri aðgæzla
verið sýnd, ekið ofurlítið hægar eða ekki látið undan freistingunni
að fara í kappakstur? Hann hefur borgað sig illa fyrir suma Akur-
eyringa, svo mikið er víst. Mölvaðir ljósastaurar, stórskemmdar bif-
reiðir og slasað fólk eru hrópandi vitni þess, að varúð á vegum má
ekki gleymast, hvort sem ekið er um stræti eða götur í horg og hæ
eða úti á vegum.
Slœva þau aðgœzluna?
Spyrja má, hvort ekki sé hægt að hugsa sér þær líkur, að öryggis-
beltin slævi eða svæfi ábyrgðartilfnningu? Þeir, sem nota þau, vita
sig nokkuð örugga. Þau bjarga, þótt ekið sé með 50 km hraða á
steinvegg, mun hafa verið sagt um þau. Það er auðvitað ágætt. En
setjum svo, eins og var á Akureyri, að bifreiðin hendist eftir gang-
stétt. Hve marga getur hún þá slasað eða drepið?
Börn lömuð œvilangt.
Ungur maður var að flýta sér á stefnumót. Hann var orðinn of
seinn, og unnustan beið. Hann fór nok'kuð hratt fyrir horn og lenti
uppi á gangstéttinni. Þar var að leik lítill drengur. Á hann var ekið,
og hann slasaðist svo, að hann stígur aldrei fæti framar á jörð, hve
lengi sem hann lifir. Móðir hans hefði miklu fremur kosið, að hann
hefði hreinlega dáið heldur en verða ævilangur aumingi.
Skeyta ekki um aðra.
Það var nýlega ininnzt á menn í Reykjavík, sem væru sofandi í
umferðinni, Þeir aka á móti rauðu Ijósi og valda stórslysum stund-