Norðurljósið - 01.01.1972, Page 82
82
NORÐURLJ ÓSIÐ
drápa. Manndráparar fá ekki inngöngu í borgina helgu, sem hefir
dýrð Guðs, segir orð Guðs. Orð hans er sannleikur og sannleikann
verður að segja, hversu sár og bitur, sem mönnum finnst hann vera.
Það er enginn mannkærleiki fólginn í því að þegja. Þess vegna rita
ég þessar línur.
Bœn fyrir burtför.
Eitt verð ég að minna ökufólk á að lokum: Heilræðið, sem hann
Hallgrímur Pétursson gaf okkur, þegar hann sagði: „Bœnarlaus
aldrei byrjuð sé burtför af þínu heimili.“ Færri mundu slysin vera,
ef heilræði þessu væri fylgt. Ég reyndi að fylgja því og settist varla
svo undir stýri bifreiðar minnar, að ég bæði ekki eitthvað á þessa
leið: „Himneski faðir, láttu mig ekki verða fyrir slysum eða valda
þeim. í Jesú nafni. Amen.“ Mér reyndist þetta vel. Öðrum ætti að
reynast það vel líka, því að „Guð launar þeim, er leita hans.“
Lesi einhver þessar línur, sem orðið hefir öðrum að líftjóni, þá
stendur fyrirgefning Guðs til boða, sé hann beðinn að veita hana
vegna nafns og verðleilka sonar hans, Drottins Jesú Krists.
S. G. J.
9. Orðsending til Votta Jehóva.
í „Varðturninum“ 1. október 1971, bls. 204, 1. dálki, standa þessi
orð: „Eilíft Iíf er launin fyrir áframhaldandi trúfesti.“
í biblíuþýðingu ykkar ÍNW Tr.) standa þessi orð: „For the wages
sin pays is death, but the gift God gives is everlasting life by Christ
Jesus our Lord.“ í íslenzkri þýðingu: „Því að launin, sem syndin
greiðir, eru dauði, en gjöfin, sem Guð gefur, er eilíft líf fyrir Krist
Jesúm Drottin vorn.“
Hér staðhæfir óskeikult orð Guðs, að eilíft líf sé gjöf Guðs. Gjöf
og laun eru sitthvað. Fyrir launum vinna menn, en ekki gjöfum. Það
sjáið þið af Matt. 20., sögunni af verkamönnunum í víngarði. Fyrstu
verkamennirnir fengu umsamið kaup. Síðustu verkamönnunum var
gefið. „Ég vil gefa,“ sagði húsbóndinn. Menn eignast ekki gjafir
Guðs fyrir vinnu eða fégjafir. Post. 8. 18.—23. „Guð hefir gefið
oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn, hefir
lífið, sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið.“ Hér er ekki
minnzt á verk í sambandi við eilífa lífið.
Festið allt ykkar traust á son Guðs, ekki verk ykkar. Þess bið ég
ykkur — og aðra — í Jesú nafni.
Sœmundur G. ]óhannesson, Vinaminnþ Akureyri.