Norðurljósið - 01.01.1972, Page 84
84
NORÐURLJÓSIÐ
séð blómin ennþá, en öllu öðru fremur langar mig til að sjá móður
mína. Hvernig lítur þú út, móðir mín?
24. desember: Skyldi móðir mín heyra mjúku bjartaslögin mín?
Sum börn fæðast með sjúk hjörtu. Þá eru það liprir fingur læknis-
ins, sem framkvæma kraftaverk til að gera þau heilbrigð. En hjartað
í mér er heilbrigt. Það slær svo jafnt: Tup-tup, tup-tup. Þú eignast
heilbrigða dóttur, móðir mín.
28. desember: í dag deyddi móðir mín mig.
(Anonymous. — Ónafngreindur höfundur.)
Þýtt úr „The Sword of the Lord.“ 30. júlí 1971.
Guð hefir sagt: „Þú skalt ekki mann deyða.“ Þungaðri konu getur
fundizt betra, að fóstur hennar sé deytt en að það lifi. En er það
víst, að Guð líti þannig á málið? Engin kristin kona á að láta sér
detta í hug, að láta taka líf óhorins barns hennar, nema til að bjarga
lífi hennar sjálfrar, ef hún á enga lífsvon án þess. Fyrst ætti þó að
reyna bæn og fyrirbæn. Guð gerir kraftaverk enn í dag, eins á þessu
sviði sem öðrum. Hefi ég lesið dæmi þess.
Óvelkomin börn eiga að fá að fæðast. Þá má gefa þau sem lítinn,
dýrlegan sólargeisla þeim hjónum, sem ekkert barn eiga, en þrá að
mega elska og annast lítið barn sem lítinn gimstein í kórónu ham-
ingju sinnar. S. G. J.
r
Eg fyrirverð mig ekki
Eftir Bill Hall doktor í guðfræði.
Adam og Eva blygðuðust sín ekki, meðan þau voru í Edengarði,
unz þau höfðu syndgað. Þá sáu þau, að þau voru nakin og blygðuð-
ust sín. Þegar Guð kom að tala við þau, földu þau sig. Þau fyrir-
urðu sig að mæta Guði! Allir ættu að fyrirverða sig vegna synda
sinna. Við ættum að fyrirverða okkur, af því að syndir okkar negldu
Jesúm Krist við krossinn. Mönnum ætti að verða þetta ljóst, þeir
ættu að iðrast, hryggjast vegna synda sinna og snúa sér til Krists
og öðlast hjálpræðið í honum.
Páll postuli ritaði: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerind-
ið.“ Þú ættir ekki að fyrirverða þig fyrir fagnaðarerindið. Þú segir,