Norðurljósið - 01.01.1972, Side 85
NORÐURLJÓSIÐ
85
að þú gerir það ekki, en þér líki ekki tal um krossinn og blóð Krists.
Þetta er einn þáttur fagnaðarerindisins. Við lesum í 1 Kor. 1. 18.:
„Orð krossins er heimska þeim, sem glatast.“ Viljir þú ekki heyra
neitt um krossinn og blóðið, þá hlýtur þú að vera einn af þeim,
sem glatast. Biblían segir: „Eigi fæst fyrirgefning án úthellingar
blóðs.“ (Hebr. 9. 22.). Það er ekki unnt fyrir þig að fá fyrirgefn-
ingu, nema þú hreinsist fyrir blóð Jesú Krists. Eg fyrirverð mig
ekki fyrir blóðið!
Eg fyrirverð mig ekki vegna bókstaflegrar, líkamlegrar upprisu
Jesú Krists frá dauðum. Frelsari vor kom út úr gröfinni í bókstaf-
legum líkama, sigri hrósandi yfir dauðanum!
Ég fyrirverð mig ekki fyrir biblíuna.
Ég blygðast mín ekki fyrir orð Guðs, sem færir okkur fagnaðar-
erindið. Ég endurtek: ég blygðast mín ekki fyrir biblíuna spjald-
anna á milli. „011 ritningin er innblásin af Guði.“ (2 Tím. 3. 16.).
Verið getur, að Pike biskup, nýguðfræðings-vantrúarmaðurinn,
hafi blygðazt sín fyrir biblíuna. En það var af því, að hann þekkti
ekki Guð biblíunnar. Hann skammaðist sín ekki fyrir neitt, sem
hann hafði trúað, gert eða ritað. Ég ábyrgist, að hann er farinn að
skammast sín nú fyrir vantrú sína. En ég skammast mín ekki fyrir
að trúa biblíunni.
Þú segir: „Hvernig er með þessa fyrstu kafla biblíunnar og sköp-
un alheimsins? Þú veizt, að allir skynsamir menn trúa þróunar-
kenningunni.“ Enginn verður skynsamur vegna þess, að hann trúi
þróunarkenningunni! Þú segir mér, að ein lítil fruma hafi þróazt í
500.000 tegundir á sviði dýralífsins og 250.000 tegundir á sviði
jurtalífsins. Þetta segir þú mér, að sé skynsamlegt! Það krefst miklu
meiri trúar að trúa þessu en hinu: að Guð skapaði allt. Ég fyrir-
verð mig ekki fyrir biblíuna.
Kristnu menn! Þið standið ekki að baki nokkrum þeim háskóla-
kennara, sem neitar orði Guðs. Þið þekkið meiri sannleika en þeir,
því að „ótti Drottins er upphaf þekkingar.“
Unglingar! Þegar þeir standa upp í skólunum eða á öðrum stöð-
um og afneita Orði Guðs, — þið verðið að sýna virðingu þeim,
sem settir eru yfir ykkur — þá hættið aldrei að trúa orði Guðs. Ég
blygðast mín ekki fyrir biblíuna!