Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 87
NORÐURLJÓSIÐ
87
vegna. Yerið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himn-
unum.“
„Það er innileg löngun mín og von, að ég í engu megi til skamm-
ar verða, heldur að Kristur megi í allri djörfung einnig nú, eins og
ávallt, vegsamlegur verða fyrir likama minn, hvort sem það verður
með lífi eða dauða.“ (Fil. 1. 20.). Þannig ritaði Páll.
Ég minnist sögunnar, sem dr. Bob Jones eldri sagði af litlu stúlk-
unni, sem frelsaðist á vakningarsamkomu, fór heim og sagði ó-
vissutrúarmanninum, föður sínum, frá þessu. Hann varð svo reiður
og ruglaður út af því, að hún skyldi koma fram á vakningarsam-
komu og gera sig að aulabárði, að hann barði dóttur sína misk-
unnarlaust.
Fáum vikum síðar varð litla stúlkan mjög veik og komin að
dauða. Hún leit á móður sína og sagði: „Mig langar til, að þú náir
i kjólinn, sem ég var í kvöldið, sem pabbi barði mig.“
Móðirin náði í litla, blóðistokkna kjólinn, færði benni hann og
sagði: „Hvers vegna viltu fá þennan kjól, elskan?“ Hún svaraði:
„Bráðum fer ég heim til að vera hjá Jesú. Jesús úthellti blóði sínu
fyrir mig, og ég vildi sýna honum, að ég úthellti svolitlu blóði
fyrir hann.“ — Fyrirverðum við okkur að líða illt vegna Krists?
Ég blygðast mín ekki fyrir söfnuð minn.
Ég segi ekki, að allt í söfnuði mínum sé eins og það ætti að vera,
en ég skammast mín ekki fyrir söfnuð minn. Grundvöllur hans er
kenning biblíunnar. Við biðjum ekki afsökunar á því: að trúa
meyjarfæðingu Krists, guðdómi hans, blóðfórn hans, líkamlegri
upprisu, nauðsyn endurfæðingar, endurkomu Krists, tilveru himins
og helvítis og öðrum grundvallarkenningum bihlíunnar.
Söfnuður okkar er frágreindur söfnuður. Hann tilheyrir engu
kirkna eða safnaða sambandi. Hann er frágreindur falskenningum,
frjálslyndri guðfræði og tilslökunum. Söfnuðurinn stendur gegn
því að lækka merki sitt. Ég skammast mín ekki fyrir söfnuð minn.
Ég vil bæta því við, að söfnuður minn er óháður, sjálfstæður
Baptista (Skírenda) söfnuður, — staðbundinn, óháður öðrum.
Þetta er staða safnaðar í nýja testamentinu. Við þurfum ekki að
skammast okkar fyrir að vera óháðir. Þetta er staða sérhvers safn-
aðar í nýja testamentinu. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir
það!