Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 88
88
NORöURLJÓSIÐ
Það, sem ég skammast mín fyrir.
Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vaxið meir í Drottni. Ég
blygðast mín fyrir eyddu árin, ávaxtarlausar stundir. Ég fyrirverð
mig, að til eru allmargar, andlegar lexíur, sem ég hefi ekki numið
enn. Kristnu menn: Við erum stundum svo bugaðir og ávaxtalaus-
ir, að við ættum að blygðast okkar frammi fyrir Guði, iðrast synda
og gera upp við Guð.
Ég segi ykkur satt: Aður en nokkur maður getur frelsazt verður
hann að blygðast sín vegna synda sinna. Ég hefi aldrei séð nokkurn
koma hreykinn og þrjózkan á svip og segja: „Hlustaðu Guð, frels-
aðu mig samkvæmt þeim skilmálum, sem ég set. Ég ætla ekki að
gera þessa iðrun.“ Menn frelsast, þegar þeir koma iðrandi og með
auðmjúku hjarta, fyrirverða sig og segja eins og tollheimlumaður-
inn forðum: „Vertu mér syndugum líknsamur.“
Þegar Harry Ironside, biblíu-kennarinn mikli, var drengur, sagði
hann við móður sína: „En mamma, ef ég frelsast, munu strákarnir
hlæja að mér.“ Hún sagði: „Sonur minn, þeir geta hlegið þig til
helvítis, en þeir munu aldrei hlæja þig út þaðan.“
Einhver getur sagt: „Fólk mun hlæja að mér, ef ég frelsast og
afhendi Jesú Kristi líf mitt.“ Það er hetra fyrir þig, að heimurinn
hlæi að þér nú heldur en það, að þú verðir til eilífrar skammar.
Biblían segir í Dan. 12. 2.: „Margir þeirra, sem sofa í dufti jarð-
arinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til
eilífrar andstyggðar.“
Biblían segir líka: „Hver, sem trúir á hann (Drottin Jesúm), mun
ekki til skammar verða. Sérhver, sem trúir á Drottin Jesúm, inun
ekki verða í hópi þeirrra, sem verða til skammar.“ — Þýtt. S. G. J.
Á afgreiðslu Norðurljóssins fást enn nokkrar bækur:
„GEORGE MULLER, ÆVISAGA“, 384 bls. í stóru broti á 50 kr.
„Kenningar frá öðrum heimi.“ 56 bls. 20. kr., „LANDIÐ, SEM ÉG
ELSKA MEST,“ eftir dr. Oswald J. Smith. Þetta er vekjandi bók.
Verð 125 kr. „Osvífni hvolpurinn,“ barnasögur á 50 kr. Sent með
pósti bætist póstkostnaður við. Bækurnar fást líka hjá frú Soffíu
Sveinsdóttur, Miðtúni 26, Reykjavík, og hjá frú Sigríði Sigur-
björnsdóttur, Skólavegi 3, Keflavík.