Norðurljósið - 01.01.1972, Side 89
NORÐURLJÓSIÐ
89
r
Eg sá þau koina til Krists
Eftir dr. John R. Ricc.
1. Eiturlyfjaneytandinn.
Dag nokkurn gekk ég bakdyramegin inn í húsið. Konan mín
sagSi mér, að tveir menn biðu mín fyrir utan framdyrnar. Þeir
vildu tala viS mig. Hún sagði, aS þeir væru illilegir og bað mig að
fara dkki inn í bifreiðina til þeirra. Ég hafði með skýrum orðum
og harðlega talað gegn synd. Hún óttaðist því um öryggi mitt. Ég
hló að ótta hennar og fór út. Þeir vildu ekki koma inn, svo að ég
settist inn í vagninn hjá þeim. Þeir vildu ekki fyrst í stað segja
mér, hvað þeir hétu.
Annar sagði við mig: „Ég var við guðsþjónustuna í gærkvöldi.
Eg sat ekki hjá hinu fólkinu. Enginn mundi vilja sitja hjá mér.
Allir í bænum þekkja mig . . . Getur átt sér stað, að Guð mundi
frelsa syndara eins og okkur?“ Hann kvaðst hafa verið drykkju-
maður, vínsmyglari, eiturlyfjaneytandi og lögbrjótur. Hann sagði
mér, að félagi sinn væri sonur heldri manns, sem eytt hefði árang-
urslaust tuttugu og fimm þúsund dölum lil að lækna hann af eitur-
lyfjaneyzlunni, en án nokkurs gagns.
Ég sneri mér að þriðja kafla Rómverjabréfsins og sýndi, að allir
vorum við jafnt syndarar, og að Kristur dó til að frelsa syndara,
sem verðskulda ekki hjálpræðið.
Þeir gátu varla trúað þessu. Þeir hentu gaman að því. Þá fór ann-
ar maðurinn að gráta. „Þessi predikari gerir sig jafnan o!kkur,“
sagði hann furðulostinn.
Ég fór yfir ritningargreinarnar aftur og aftur. Þeir héldu, að ó-
kleift væri að brjóta vana eiturneyzlunnar, þeim leið samt illa, en
höfðu von.
Ég tók eintök af guðspjalli Jóhannesar og merkti við nokkrar
greinar. Þeir lofuðu að lesa þau.
Daginn eftir kom annar maðurinn aftur og sagði til nafns síns:
Lonnie Jones. Hann hafði verið allan síðari hluta dagsins að lesa
guðspjall Jóhannesar, grátið, heðið og hugsað um syndir sínar.
Svo sagði hann: „Móðir mín er einhver bezt kristna manneskjan í
bænum. Hún sækir allar samkomur þínar. Við skulum fara heim til
hennar. Þar vil ég krjúpa niður með móður minni og veita Kristi
viðtöku.“