Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 91
NORÐURLJÓSIÐ
91
Jesús elskar þig. Hann vill fyrirgefa þér og frelsa þig. Komdu til
Jesú í kvöld‘.“
„Maðurinn, sem ég sat hjá í framsætinu, sagði við mig: ,Eg á
aðra flösku í herbergi mínu í gistihúsinu. Ef J)ú vilt koma með mér,
skulum við drekka úr henni líka.‘ Ég vissi, hvað hann átti við. Ég
sagði honum, að ég skyldi koma með honum í herbergið. En ég
hélt áfram að muna eftir tilboðinu í gærkvöldi. Ég velti fyrir mér,
hvort Guð mundi í raun og veru fyrirgefa mér. Ég fann, að þetta
gæti verið síðasta kallið, sem Jesús gæfi mér. Skyndilega tók ég
ákvörðun: Ég skyldi láta manninn aka mér framhjá tjaldinu. Ef
þar loguðu ljós enn, skyldi ég taka það sem tákn þess, að Guð elsk-
aði mig ennþá og vildi frelsa mig. Ég skyldi ekki fara með mannin-
um í herbergið til að eyða nóttinni í synd. Ég hvatti hann til að
aka niður St. Maríu stræti. Ég sagði: ,Ef faðir minn og móðir eru
heima, mun vera ljós hjá þeim. Þá verð ég að fara út heima. Séu
þau það ekki, skal ég fara með þér‘.“
Með sjálfri sér hafði hún ákveðið, að það skyldi ráða úrslitum,
hvort ljós væru í tjaldinu eða ekki.
Er þau sáu tjaldið, loguðu Ijósin þar enn. Ég var þar enn. Hún
lét liann aka dálítið lengra. Þá sagði hún: „Bíddu, stanzaðu, hleyptu
mér út!“
„Hjá hvaða húsi?“ spurði hann.
„Láttu þér standa á sama. Hleyptu mér út hér.“ Hún fór út og
hljóp niður hliðargötu. Bifreiðin hélt áfram, og hún komst að tjald-
inu aftur. Nú stóð hún fyrir framan mig og sagði: „Bróðir Rice, í
Guðs nafni, segðu mér sannleikann: Mun hann frelsa konu eins og
mig?“
Ég sagði við hana: „Eins áreiðanlega og hihlían er sönn. Hann
mun frelsa þig í kvöld, ef þú kemur til hans.“ Alvörugefin tók hún í
hönd mér sem merki þess, að hún vildi nú og hér treysta Kristi.
Við báðum saman, og hún sagði, að hún vildi treysta Kristi sem
frelsara sínum. Hún sagði: „Ég vil, ég vil, og ég vil koma aftur ann-
að kvöld.“ Síðan hljóp hún á brott út í myrkrið.
Margir J)eir, sem lifa í syndum, geyma í hrjósti hungrað hjarta.
Eg veit, að það var rétt af mér að segja henni, að Guð elskaði hana
ennþá og að Jesús mundi frelsa hana, þegar hún festi traust sitt á
honum. (Úr „The Sword of the Lord,“ sept. 1970.).