Norðurljósið - 01.01.1972, Side 92
92
NORÐURLJOSIÐ
Upprisa Jesii frá Nazaret
Útvarpserindi cftir ritstjórann.
Heilir, góðir hlýðendur.
Mig langar til að ræða við ykkur um upprisu Jesú frá Nazaret.
„Hvað atvinnutrúmenn segja, er ekkert að marka,“ sagði Laxness.
Þá er það að marka, sem ég segi, því að ég er ekki atvinnutrú-
maður. Hvað er atvinna? „Vinna, sem maður lifir af,“ segir í Is-
lenzkri orðabók. Enginn maður, félag, söfnuður eða stofnun greiðir
mér laun fyrir trúmálastarf mitt. Ég annast útgáfu ársritsins Norð-
urljóssins, sem er trúmálarit. Ég gef alla vinnu mína við það. Ég
endurtek: Ég er ekki atvinnutrúmaður.
Ekki voru þeir atvinnutrúmenn, lögfræðingarnir tveir, Gilbert
West og Lyttelton lávarður. Þeir voru hreinir og beinir vantrúar-
menn, sem vildu kristnina dauða. Þeir sáu samt, að henni yrði ekki
komið fyrir kattarnef, nema tvennt væri hrakið, sem kristnir menn
báru fyrir sig: Upprisa Krists og afturhvarf Sáls frá Tarsus, en
hann varð Páll postuli. Gilbert tók að sér að rita bók, er skyldi
sanna, að Kristur hefði aldrei risið upp frá dauðum. Lyttelton ætl-
aði að semja bók, er afsannaði afturhvarf Páls postula.
Þeir voru háðir heiðarlegir menn og sáu skjótt, að þeir yrðu að
rannsaka frásagnir biblíunnar, vega þær og meta á þann hátt, sem
lögfræðingar gera, þegar þeir meta og vega sannanir, áður en dóm-
ur er felldur. Rannsókn þeirra og bókaritun enduðu á þann veg, að
hækurnar háðar urðu sígild varnarrit þeirrar trúar, sem þeir ætluðu
að rífa niður. Þær hafa orðið þúsundum manna sem bjartir vitar, er
þeir sigldu áttavilltir um úthöf efasemda eða vantrúar. Þær eru sí-
gild rit enn í dag.
Nefna hlýt ég Ludwig von Gerdtell, kennara við þýzkan háskóla.
Satt er það, guðfræðingur var hann. En stöðunni fórnaði hann, er
hann sannfærðist um, að hann ætti að skírast niðurdýfingarskírn.
A slíkan mann, sem fórnar góðri atvinnu á altari fastrar sannfær-
ingar, getur hver sannleiksleitandi maður hlustað með virðingu fyr-
ir hugrekki hans. Ludwig von Gerdtell ritaði bók um kraftaverk
Krists og postula hans. í henni ræddi hann einnig upprisu hans. Er
víða stuðzt við þá bók í erindi þessu. En rökfærsla höfundar náði
yfir stærra svið en svo, að hún rúmist öll í stuttu erindi.