Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 95
NORÐURLJÓSIÐ
95
En ég sagði: „Hver ert þú, herra?“ En Drottinn sagði: „Ég er Jes-
ús, sem þú ofsækir. En rís þú upp og statt á fætur þína; því að til
þess birtist ég þér, til þess að kjósa þig að þjóni og að votti bæði
um það, að þú hafir séð mig, og um það, sem ég mun birtast þér.“
Post. 26. 14.—16. Þegar Páll flutti þessa varnarræðu sína, hefir
Lúkas verið viðstaddur, því að hann segir þegar eftir þessa ræðu
Páls og úrskurð konungsins: „Að vér skyldum sigla til Italíu,“ Páll
og hann.
Hví var Páll í æsku svo harðsnúinn andstæðingur Krists? Af því
að hann var sanntrúaður Gyðingur. Hann trúði samkvæmt lögmál-
inu og spámönnunum, að Jahve, Guð tsraels, væri hinn eini, sem
væri frelsari mannanna. Hann las til dæmis í spádómsbók Jesaja
43. 11.: „Ég, ég er Jahve, og enginn frelsari er til nema ég.“ í 45.
kafla, 22. grein, gat hann lesið þessi orð: „Snúið yður til mín og
látið frelsast, þér gervöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð
og eng'nn annar.“ Hann las í Sálmunum, í 31. 6.: „í þína hönd fel
ég anda minn.“ Það mundi hver góður og guðrækinn Gyðingur
gera eins og Davíð, að fela Jahve anda sinn á andlátsstund.
En þegar Stefán er grýttur, þá heyrir Páll hann hrópa: „Drottinn
Jesús, meðtak þú anda minn.“ Hvílíkt hræðilegt fall frá sannri trú
Gyðinga! Páli hefir heldur ekki verið ókunnugt um það, að postul-
ar Jesú höfðu verið leiddir fyrir ráðið. Þá sagði Pétur um Jesúm:
„Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað
nafn undir himninum, sem menn kunna að nefna, er oss sé ætlað
fyrir hólpnum að verða.“ Post. 4. 12. Slík orð voru alger afneitun
þess, að Jahve væri frelsarinn eini. Þau staðhæfðu blátt áfram, að
Jesús kæmi alveg í stað Jahve sem frelsari. Þess vegna varð að
reyna að þurrka þessa villutrú út og afmá þá, sem fylgdu henni. En
Páll lærði síðar, að Jesús var Guð, opinberaður í holdi, að hann
er „hinn mikli Guð og frelsari vor.“ Tít. 2. 13.
Páll hafði öllu að tapa, en ekkert að vinna af þessa heims áliti og
gæðum, er hann gekk Kristi algerlega á hönd og gerðist þræll hans.
Það orð notar hann um sig, þótt þýtt sé það þjónn í biblíuþýðingum.
„Sakir hans hefi ég misst allt og met það sem sorp,“ ritar hann
Filippímönnum. Korintumönnum ritar hann á þessa leið: „Allt til
þessarar stundar þolum vér bæði hungur og þorsta og klæðleysi, og
oss er misþyrmt, og vér höfum engan samastað, og vér stöndum í
erfiði og verðum að vinna með eigin höndum. Hrakyrtir hlessum