Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
vér, ofsóttir umberum vér, lastaðir áminnum vér. Vér erum orðnir
eins og sorp heimsins, afhrak allra allt til þessa.“ 1. Kor. 4. 11.—13.
Það var ekki von um fé eða frægð, er knúði Pál: „Kærleikur
Krists knýr oss,“ sagði hann.
Tuttugu árum eftir upprisu Krists kom Páll til Korintu, horgar í
Grikklandi. Þar dvaldi hann í þrjú missiri og ávann fjölda fólks.
Þar eignaðist hann líka andstæðinga, menn úr hópi þeirra, sem
hann hafði snúið til trúar á Krist. Rangar kenningar komu þar fram.
Postuladómi hans sjálfs var neitað, og kennt var, að upprisa dauðra
væri ekki til. Páll snýst til varnar og ritar fyrra bréf sitt til Korintu-
manna. Þar staðhæfir hann, að hann sé sannur postuli, hann hafi séð
Jesúm, Drottin vorn. Hann hafi gert á meðal þeirra kraftaverk, því
að prédikun hans hafi stuðzt við „sönnun anda og kraftar.“ I síðara
bréfinu, sem hann ritaði Korintumönnum, segist hann hafa gert
postulatákn, sannað, að hann væri postuli Krists, „með táknum og
undrum og kraftaverkum.“ 2. Kor. 12. 12.
Ludwig von Gerdtell, sem áður var getið, hend:r á í þessu sam-
bandi, að þetta hefði Páll aldrei ritað, ef kraftaverk hans hefðu ekki
átt sér stað. Hann hefði þá lagt andstæðingum sínum vopn í hendur.
En í augum Páls var þessi sönnun ómótmælanleg. En þá spyrjum
vér: „Hvaðan kom Páli þessi kraftaverkamáttur, ef Kristur var ekki
upprisinn og fyrir Anda sinn framkvæmdi þau fyrir hendur Páls?
Omótmælanleg postulatákn Páls eru því fyrsta sönnunin, sem er
skriflega staðfest, fyrir upprisu Drottins Jesú Krists.
Þegar Páll fer svo að hrekja þá villukenningu, að dauðir rísi ekki
upp, þá byrjar hann í 15. kafla fyrra hréfs síns að rifja upp, hvað
hann hafi kennt Korintumönnum, og hvern'g þeir hafi tekið trúna,
orðið kristnir. Skal nú flytja þann kafla bréfsins hér:
„Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hefi meðtek-
ið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og
hann var grafinn, og að hann er upprisinn á þriðja degi samkvæmt
ritningunum, og að hann birtist Kefasi (Það er: Pétri postula), síð-
an þeim tólf; síðan birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í
einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síð-
an birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra
birtist hann einnig mér eins og ótímaburði; því að ég er síztur post-
ulanna og ekki verður þess að kallast postuli með því að ég ofsótti
söfnuð Guðs. . . . Hvort sem það því er ég eða þeir, þá predikum vér