Norðurljósið - 01.01.1972, Side 97
NORÐURLJÓSIÐ
97
þannig, og þannig hafið þér trúna tekið.“ 1. Kor. 15. 3.—11.
Þetta eru þá rökin, sem postulinn teflir fram gegn þeim mönnum,
sem neituðu því, að upprisa dauðra væri til. Hann nefnir hér sex
hirtingar Krists eftir upprisu hans. Hann nefnir ekki, að Kristur
birtist konunum og Maríu Magdalenu. Konur voru ekki vitnisbærar
hjá samtíðarmönnum Páls, svo að hann nefnir aðeins þá votta, sem
þeir gátu tekið gilda. Þetta verður því að teljast önnur röksemd fyr-
ir upprisu Krists frá dauðum: Hann var séður upprisinn af nægilega
mörgum vottum. Meira en það, því að tveir eða þrír vottar nægðu
samkvæmt lögmáli Gyðinga.
Hvers vegna har Páll fram þessi rök fyrir upprisu Krists? Af því
að ekki var unnt að hrekja þau. Ef einhver vildi bera hrigður á þau,
þurfti Páll ekki annað en vísa honum á nokkra af þessum sjónar-
vottum upprisu Krists, sem enn voru á lífi. Flestir af þessum meira
en 500 vottum voru enn á lífi.
Upprisa Krists var ekki missýning. Mun meira en 500 manns mis-
sýnast öllum í einu? Postularnir ellefu átu og drukku með honum
eftir það, að hann var ris:nn upp frá dauðum. Þetta sagði Pétur
postuli Kornelíusi hundraðshöfðingja, sem har ekki brigður á sann-
leiksorð postulans, heldur trúði þeim og hoðskap hans sér og mörg-
um öðrum til mikillar blessunar og hjálpræðis. Post. 10. 34.-48.
Menn spyrja: „Var ekki upprisa Krists á andlega sviðinu? Birtist
hann ekki sem andi?“
Ritningin kennir það ekki, heldur hið gagnstæða. Ef hann birtist
sem andi, hefði líkið verið í gröfinni. Það er staðfest af sjónarvott-
um, að gröfin var tóm, er gengið var inn í hana á páskadagsmorgni.
Varðmennirnir, sem voru við gröfina og sáu það, sem gerðist þar,
sögðu æðstu prestunum allt, sem hafði gerzt. Æðstu prestarnir trúðu
þeim. Þeir voru óvinir Jesú og hanamenn. En þeir trúðu varðmönn-
unum. Hefðu þeir ekki gert það, hefðu þeir sent þjóna sína og látið
sækja líkið og haft það opinberlega til sýnis til að hnekkja þegar í
stað því, að Jesús frá Nazaret væri risinn upp frá dauðum.
Er Kristur hirtist lærisve:nunum fyrst, hugðust þeir sjá anda, cr
þeir sáu hann. En hann sannfærði þá um hið gagnstæða. Hvernig
gerði hann það? Hann bauð þeim að þreifa á sér. „Því að andi hefir
ekki hold og hein eins og þér sjáið mig hafa.“ Og er hann hafði þetta
mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. Og er þeir ennþá
trúðu ekki fyrir fögnuði og voru fullir undrunar, sagði hann við þá: