Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
,Hafið þér hér nokkuð til matar?‘ Og þeir fengu honum stykki af
steiktum fiski, og hann neytti þess frammi fyrir þeim.“ Lúk. 24.
9.—43.
Mennirnir, sem sáu Krist upprisinn, er hann birtist þeim í loft-
salnum, sannfærðust um, að hann væri ekki andi. Hvers vegna sann-
færðust þeir um hið gagnstæða, ef hann var það?
Þetta vekur aðra spurningu: Ef Kristur birtist sem andi, hvers
vegna var hann þá að sannfæra lærisveinana um hið gagnstæða?
Mörgum líkar illa svarið, sem gefa verður við spurningunni. Það
er þetta: Jesús Kristur gerbreyttist við það að deyja. Fyrir dauða
hans sögðu óvinir hans við hann: „Vér vitum, að þú ert sannorður
og hirðir eigi um neinn.“ Þetta er rétt og nákvæm mynd af Jesú,
eins og hann kom fram, meðan hann lifði. En hafi hann risið upp
og birzt sem and;, líkamalaus andi, þá var hann ekki lengur sann-
orður, þegar hann sagði: „Andi hefir ekki hold og bein eins og þér
sjáið mig hafa.“ Hann var þá farinn að blekkja einlæga, falslausa
menn. En Guði sé lof. Hann beitti ekki hlekkingum. Hann sagði
sannleikann, því að ritað er: „Guð skal reynast sannorður, þótt sér-
hver maður reyndist lygari.“ Þessari skýringu, að Jesús Kristur hafi
birzt sem andi, verður að hafna, þótt hún sé vinsæl og útbreidd.
Annað verður að nefna, þegar rædd er þessi staðhæfing sumra,
að Kristur hafi aðeins birzt sem andi, en ekki í líkama. Væri þessi
staðhæfing sönn, þá væri allur kristindómurinn reistur á grundvelli
blekkingar og ósanninda. En hvaðan koma þá kristninni háleitar
hugsjónir, strangar kröfur um sannsögli, hreinlífi, réttlæti og mann-
kærleika? „Saltur brunnur getur ekki gefið sætt vatn,“ segir Jakob
í bréfi sínu. Sannleikur sprettur aldrei upp af frækorni lyginnar né
réttlæti upp af ranglætis rót.
Menn hafa reynt að halda því fram, að Kristur hafi aðeins liðið
í dá á krossinum, raknað svo við í gröfinni og Ikomizt út. Getur
þetta hafa átt sér stað?
Páll postuli kenndi Korintumönnum, að Kristur dó vegna vorra
synda samkvæmt ritningunum. Heilagar ritningar hefðu þá ekki
rætzt, ef Kristur hefði ekki dáið, heldur liðið í dá og raknað við.
Kristur var líflátinn undir opinberu eftirliti. Hermennirnir, sem
áttu að taka líkin burtu af krossunum fyrir sólarlagsbil, svo að full-
nægt væri kröfum lögmálsins, sáu það, að ræningjarnir báðir voru
lifandi, svo að fótleggir þeirra voru brotnir, til þess að þeir dæju.